fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

‘Yngsti’ markaskorari sögunnar settur í bann: ,,Er þetta grín? Þessi fullorðni maður er ekki 16 ára gamall“

Victor Pálsson
Mánudaginn 17. desember 2018 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í október þegar framherjinn Gourav Mukhi reyndist hetja liðs Jamshedpur í indversku Ofurdeildinni.

Mukhi komst á blað í 2-2 jafntefli við Bengaluru en hann var skráður sem efnilegur 16 ára gamall leikmaður.

Hann fékk margar hamingjuóskir eftir markið en hann varð í kjölfarið yngsti markaskorari í sögu efstu deildar í Indlandi.

Samkvæmt nýjustu fregnum er nú búið að setja Mukhi í sex mánaða bann en hann laug til um aldur.

Félagið gat ekki sannað það að Mukhi væri 16 ára gamall og eftir rannsókn kom í ljós að hann er í raun 28 ára gamall.

Mukhi fékk faðmlag frá goðsögninni Tim Cahill eftir leikinn sem óskaði honum til hamingju með markið. Cahill er samherji hans hjá Jamshedpur.

Margir efuðust um aldur Mukhi eftir markið en hann lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera 16 ára gamall.

,,Á þessi leikmaður að vera 16 ára gamall?“ skrifaði einn á Twitter eftir að hafa séð frétt um mark Mukhi. Annar bætir við: ,,Er þetta grín? Þessi fullorðni maður er ekki 16 ára gamall.“

Indverska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið frekar en hefur nú sett Mukhi í sex mánaða leikbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi