fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Hrafn fór þunnur á Vitabar og gerði verstu mistök ævi sinnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. desember 2018 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson segir á Twitter að ein verstu mistök sem hann hefur gert hafi verið að gefa mormónum símanúmerið sitt. Hann rifjar upp níu ára stöðufærslu sína um þau kynni en þá vissi hann ekki hvaða afleiðingar þetta myndi hafa.

Fyrir sléttum níu árum skrifaði Hrafn á Facebook: „Lenti á góðu spjalli við mormónska trúboða, deildi ólíkum trúarskoðunum og skiptist á símanúmerum við þá. Óþarfi að vera alltaf í fýlu við þá sem vilja deila einhverju nýju með manni.“

Þetta reyndist hins vegar afleit hugmynd, líkt og Hrafn greinir frá á Twitter í dag. „Þetta voru hræðilegustu mistök sem ég hef gert. Var ógeðslega þunnur að labba á Vitabar, mjög meyr og opinn eins og maður er í slíku ástandi. Finn til samkenndar með þessum mönnum og ég ég læt þá fá númerið mitt. Þeir hringja svo í mig þrisvar í viku í tvö ár,“ skrifar Hrafn.

Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar og fyrrverandi blaðamaður, skrifar athugasemd við færsluna og segir þetta aðdáunarvert að einhverju leyti. „Sem er svo aðdáunarvert á einhverju skrítnu leveli, að nenna því. Oft pælt í því hvort þeir séu einlægir í þessu eða séu bara „Looool, hringjum í Krumma“,“ segir Ásgeir.

Hrafn svarar þessu: „Þessir gæjar eru alveg peak nenna einhverju kjaftæði. Læra betri íslensku en íslenskir unglingar tala á svona ári, bara til að geta böggað mig stöðugt í 3 ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Í gær

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra