fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Öræfajökull í gjörgæslu jarðvísindamanna – Æfðu viðbrögð við gosi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 08:01

Öræfajökull. Mynd:Andrea Schaffer/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öræfajökull er nú í gjörgæslu jarðvísindamanna en auk hans eru Hekla, Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga undir sérstöku eftirliti en eldstöðvarnar sýna allar merki þess að þær séu að undirbúa sig undir gos. Nýlega æfðu vísindamenn, Almannavarnir og flugumferðarstjórar viðbrögð við gosi í Öræfajökli út frá þeirri sviðsmynd að aska hefði dreifst til Kanada og Evrópu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar, að Öræfajökull sé í gjörgæslu. Haft er eftir henni að sífellt fullkomnari mælitæki séu notuð til að vakta landið og sérfræðingar í náttúruvá séu á vakt allan sólarhringinn auk veðurfræðinga. Fylgst sé með jarðskjálftum, eldfjöllum, rennsli í ám og vötnum og snjóflóðahættu.

Haft er eftir Kristínu að skjálfti upp á 3,15 í Grímsvötnum þann 23. nóvember hafi sett vísindamenn í stellingar því skjálftar af þessum styrkleika hafi ekki komið nema í aðdraganda eldgosa. Þetta hafi verið ágæt áminning um að gos geti brotist fyrirvaralítið út í Grímsvötnum enda sé skammt niður í kvikuhólfið.

30 mælitæki eru nú við Heklu og líða aðeins fimm sekúndur frá skjálfta þar til upplýsingar þar um birtast á skjá á Veðurstofunni. Einnig fara viðvörunarkerfi í gang við ýmsar mismunandi aðstæður eins og ef margir litlir skjálftar verða á stuttum tíma á afmörkuðu svæði. Vonast er til að hægt verði að sjá óróleika í eldfjallinu með lengri fyrirvara en hefur verið hægt til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu