fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Öræfajökull í gjörgæslu jarðvísindamanna – Æfðu viðbrögð við gosi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 08:01

Öræfajökull. Mynd:Andrea Schaffer/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öræfajökull er nú í gjörgæslu jarðvísindamanna en auk hans eru Hekla, Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga undir sérstöku eftirliti en eldstöðvarnar sýna allar merki þess að þær séu að undirbúa sig undir gos. Nýlega æfðu vísindamenn, Almannavarnir og flugumferðarstjórar viðbrögð við gosi í Öræfajökli út frá þeirri sviðsmynd að aska hefði dreifst til Kanada og Evrópu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar, að Öræfajökull sé í gjörgæslu. Haft er eftir henni að sífellt fullkomnari mælitæki séu notuð til að vakta landið og sérfræðingar í náttúruvá séu á vakt allan sólarhringinn auk veðurfræðinga. Fylgst sé með jarðskjálftum, eldfjöllum, rennsli í ám og vötnum og snjóflóðahættu.

Haft er eftir Kristínu að skjálfti upp á 3,15 í Grímsvötnum þann 23. nóvember hafi sett vísindamenn í stellingar því skjálftar af þessum styrkleika hafi ekki komið nema í aðdraganda eldgosa. Þetta hafi verið ágæt áminning um að gos geti brotist fyrirvaralítið út í Grímsvötnum enda sé skammt niður í kvikuhólfið.

30 mælitæki eru nú við Heklu og líða aðeins fimm sekúndur frá skjálfta þar til upplýsingar þar um birtast á skjá á Veðurstofunni. Einnig fara viðvörunarkerfi í gang við ýmsar mismunandi aðstæður eins og ef margir litlir skjálftar verða á stuttum tíma á afmörkuðu svæði. Vonast er til að hægt verði að sjá óróleika í eldfjallinu með lengri fyrirvara en hefur verið hægt til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum