fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Ótrúlegt snarræði 8 ára drengs – Tók við stjórn bifreiðarinnar þegar móðir hans fékk flogakast – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 07:11

Frá vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega ók Lauren Smith á um 100 km/klst eftir tvöfaldri hraðbraut nærri Colchester á Englandi. Skyndilega fékk hún flogakast en slíkt hafði hún aldrei fengið áður. Átta ára sonur hennar, Ben Hedges, sat í framsætinu og áttaði sig strax á að eitthvað hafði komið fyrir móður hans. Hann stökk því til og greip í stýrið og stýrði bílnum út af veginum og náði að stöðva hann þar án þess að þau meiddust.

Í umfjöllun Daily Mail um málið kemur fram að Lauren hafi skyndilega byrjað að skjálfa þegar hún sat undir stýri á Ford Ka bílnum. Bílinn lenti utan í vegriðinu, sem skilur akstursstefnur að, þegar hún missti síðan meðvitund. Á myndbandsupptökunni hér fyrir neðan, sem var tekin úr bíl sem var ekið á eftir bíl mæðginanna, sést hvernig Ben stýrir bílnum út af akbrautinni og út á gras við hlið hennar þar sem bílinn stöðvast síðan. Það er einnig athyglisvert hversu vel vakandi aðrir ökumenn voru greinilega og áttuðu sig á að ekki var allt í lagi í bíl mæðginanna og færðu sig frá til að Ben gæti komið bílnum út af veginum. Margir stöðvuðu síðan til að aðstoða mæðginin. Snarræði Ben var svo mikið að hann náði einnig að kveikja á neyðarljósum bílsins.

Lauren, sem er 28 ára, var flutt á sjúkrahús en hún er á batavegi. Þetta var í fyrsta sinn sem hún fékk flogakast og fyrir vikið eru viðbrögð og snarræði Ben jafnvel enn merkilegri. Lauren er að vonum þakklát fyrir snarræði Ben.

„Ég ók mjög óreglulega í um eina mínútua og síðan hrundi ég fram á stýrið, sleppti því og missti algjörlega meðvitund, höfuð mitt lá á stýrinu.“

Sagði hún um afrek Ben.

Fótur hennar virðist hafa runnið af bensíngjöfinni því bíllinn hægði jafnt og þétt á sér og var gangur hans ansi skrykkjóttur enda í fimmta gír.

Mæðginin meiddust ekkert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum