fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu sem leitaði til miðstöðvar fólks sem orðið hefur fyrir ofbeldi. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.  Konan leitaði til Bjarkarhlíðar sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hefur Bjarkarhlíð sett málið í farveg sakamáls og verður það sent til lögreglu á næstu dögum. Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð og segir hún að málið sé gríðarlega umfangsmikið. Milli 50 og 60 karlmenn hafi keypt vændi af konunni yfir nokkurra mánaða tímabil. Hafi þeir flestir komist í kynni við hana í gegnum samfélagsmiðla.

Ragna segir málið mjög alvarlegt. Hún segir jafnfarmt að fatlað fólk og fólk með þroskaskerðingu sé oft mjög útsett fyrir ofbeldi. Er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem fötluð manneskja leitar til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis sem hún hefur orðið fyrir. Sumar kvennanna sem leiti til Bjarkarhlíðar hafi farið út í vændi sem afleiðingu af ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Ragna sagði jafnframt að Bjarkarhlíð hlúi að umræddri konu og gæti öryggis hennar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns