fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Gunnar Smári um sölu ríkisbankanna: „Heimskulegt. Til hvers ætti almenningur að selja banka sem hann á?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 10:00

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út svokallaða Hvítbók um framtíðarsýn fjármálakerfisins í gær. Meðal niðurstaða Hvítbókarinnar er að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á bönkunum, til þess að draga úr áhættu, fórnarkostnaði og neikvæðum samkeppnisáhrifum.

Ekki eru allir á eitt sáttir með þá tilhögun. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segir það heimskulegt:

„Heimskulegt. Til hvers ætti almenningur að selja banka sem hann á? Væri ekki nær að láta bankann þjóna þörfum almennings fyrir peningaveitu í samfélaginu en að selja hann einhverjum erlendum banka, sem flestir hafa verið afhjúpaðir sem gróðastía glæpa og skattaundanskota. Almenningur á að verja sig fyrir þeim sem veigra sér ekki við að brjóta niður samfélögin í von um gróða en ekki færa því liði vopnin til að herja á almenning.“

Sem stendur á ríkið Landsbankann og Íslandsbanka, eftir að hlutur þess í Arion banka var seldur í sumar. Í Hvítbókarskýrslunni kemur fram að dregið hafi úr áhættu í bankakerfinu á Íslandi, eftirlit sé sterkara, búið sé að móta viðbragðsáætlun og bankarnir því betur í stakk búnir til að takast á við áföll. Með öðrum orðum, þá vill starfshópurinn meina að forystan í fjármálageiranum hafi lært af Hruninu.

Gunnar Smári segir að einkavæðing bankanna fari þvert gegn vilja almennings í landinu:

„Ef aðeins eru tekin þau sem tóku afstöðu eru 82% mjög eða frekar jákvæð gagnvart ríkisbanka. Samt leggur hópurinn til að ríkið selji bankana. Það er einörð stefna stjórnvalda að fara ekki að vilja mikils meirihluta fólks í nokkru máli. Hin fáu, sem eiga Ísland, skulu ráða öllu,“

segir Gunnar Smári sem vísar í könnun sem unnin var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið, um traust almennings til bankakerfisins, hverjar helstu ástæður séu fyrir vantrausti og hvað mætti betur fara.

Jákvæðni í garð ríkisbanka

Í niðurstöðunum segir að 26,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu, séu mjög jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi viðskiptabanka. Þá eru 34,5 prósent frekar jákvæðir og 25,2 prósent eru hvorki né. Þá voru 8.5 prósent frekar neikvæðir og 5 prósent mjög neikvæðir.

Þegar spurt var hversu mikið eða lítið traust viðkomandi ber til bankakerfisins á Íslandi, sögðust 13,6 prósent bera mjög mikið traust til bankakerfisins, 26,5 prósent sögðu hvorki né, 27,5 prósent sögðu frekar lítið og 19,3 prósent sögðu mjög lítið. Þá sögðu 10,5 prósent aðspurðra að þeir treystu bankakerfinu alls ekki.

Þegar spurt var um hvaða orð kæmi fyrst upp í hugann til að lýsa íslenska bankakerfinu voru orðin græðgi, háir vextir og okur vinsælust.

Könnunina má sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður