fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Það er ár síðan

Kynning
Ólafur Sveinn Guðmundsson
Mánudaginn 10. desember 2018 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamall draumur sem varð að veruleika

Þann 1. desember fyrir ári síðan var opnaður nýr veitingastaður að Hrísmýri 6 á Selfossi, Mömmumatur.is. Eigendur staðarins eru þau Einar Björnsson og Anna Stella Eyþórsdóttir.

Ég sló á þráðinn til Einars og spurði um hvernig þetta hefði komið til.

„Þetta er gömul hugmynd sem við hrintum í framkvæmd á örfáum dögum í byrjun desember fyrir ári síðan. Við höfðum reyndar stefnt að þessu í langan tíma því hér var allt til alls. Hér voru til stólar, borð og eldhús með öllu sem þurfti til þess að byrja. Undanfarin tvö ár höfum við nefnilega verið með veisluþjónustu og höfðum græjað okkur þokkalega í það. Það vantaði bara að keyra þetta í gang. Við gerðum húsnæðið aðeins betra, máluðum veggi og lökkuðum gólf og settum upp nýjar gardínur“ segir Einar.

„Við bjóðum upp á íslenskan „mömmumat“ sem menn hafa mikið dálæti á. Það er svolítið gaman að því vegna þess að þetta er í einni mestu skyndibitaflóru landsins sem Selfoss er.“

Sama verð alla daga
„Hér höfum við fjölbreyttan og ferskan fisk alla daga ásamt einum kjötrétti auk meðlætis. Við erum alltaf með grjónagraut og rjómabland og einnig súpu ásamt brauði. Kaffi og kex er einnig í boði og er jafnvel hægt að taka með sér.

„Fimmtudagarnir eru aðeins örlítið öðruvísi og aðeins óhollir hjá okkur, en þá erum við í smá samkeppni við skyndibitastaðina. Þá eru kannski í boði sveittur hamborgari og franskar eða annað álíka. Þetta er eins og heima,“ segir hann og hlær, „stundum óholt með.“

„Á föstudögum er svo „allt í steik“, enda þá alltaf fullt út af dyrum. Þá bjóðum við upp á alvöru lambasteik, purusteik og Bernaise, köku með rjóma og svo er grjónagrauturinn og súpan á sínum stað.“

„Verðið er alla daga það sama þ.e. 1.590 krónur. Hingað koma margir. Fólk setur sjálft á diskinn og gengur einnig frá honum að máltíð lokinni. Fólk tekur bara vel í þetta, setur hóflega á diskana og fær sér forrétti og eftirrétti.“

Glussakaffi
„Við erum afar þakklát fyrir viðtökurnar sem við höfum fengið. Fólk kemur hingað víða að. Hingað eru að koma eldri borgarar, vinnumenn, skrifstofufólk og bara allar konar fólk.

Á sínum tíma ætluðum við að láta staðinn heita Glussakaffi í því við sáum fyrir okkur að hingað gætu trukkakarlarnir komið og lagt bílunum. En mömmumatur.is það er svona vinalegra“.

„En við erum rosalega ánægð með þetta. Staðurinn er opinn alla virka daga og þannig verður það bara,“ segir Einar að lokum.

Sjá nánar á:https://www.facebook.com/mommumatur.is?fbclid=IwAR3aN2xQoiuKBLH7GaOPCbnO9H53OMLIu0vZIWZjfqtYuRvfZvd3y7DBDgw

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Veirufaraldur í mjólkurkúm vekur áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Veirufaraldur í mjólkurkúm vekur áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar