fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Hefur safnað nöglum í fjögur ár: „Ég hef mestar áhyggjur af því að ég muni brjóta þær í svefni“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin ár hafa naglaásetningar orðið mjög vinsælar. Naglafræðingar keppast við að gera allskonar mismunandi útgáfur af nöglum, langar, stuttar, litríkar og í mismunandi formum. Hin þrjátíu og fimm ára gamla Elena fór hins vegar aðra leið þegar hún ákvað að hafa neglur sem vektu athygli fólks.

Bloggarinn Elena Shilenkova sem er frá Rússlandi sló nefnilega á dögunum met þegar hún hafði safnað tólf sentímetra löngum nöglum sem hún kallar „börnin“ sín. Elena hefur safnað nöglum í fjögur ár og samkvæmt Metro þá neitar hún að synda í sjónum, spila tennis og að ganga í hönskum þrátt fyrir mikið frost í Rússlandi á þessum tíma árs.

„Neglurnar mínar hafa aldrei verið lengri og ég hef verið að safna þeim í fjögur ár og þrjá mánuði. Þetta byrjaði allt í veðmáli við vin minn og nú eru allir orðnir vanir löngu nöglunum mínum. Ég kalla þær börnin mín þar sem þær eru orðnar fjögurra ára gamlar og ég hugsa um þær líkt og þær væru börnin mín.“ Segir Elena.

Elena segist ekki eiga í neinum vandræðum með að sinna daglegum verkefnum sínum þrátt fyrir neglurnar en hún viðurkennir að hún hafi þurft að gefa ýmsa hluti upp á bátinn til þess að vernda þær. Hefur Elena alltaf haft langar neglur en í dag upplifir hún ótta yfir því að ein þeirra gæti brotnað og segist hún meðal annars hafa dreymt það að vakna með stuttar neglur.

„Ég hef ekki átt við nein vandamál að stríða við það sem ég geri daglega, ég þarf bara að gera suma hluti öðruvísi en annað fólk. Til dæmis er ég farin að skrifa aðeins öðruvísi á lyklaborð. Ég þarf bara að passa stöðugt upp á hreyfingar mínar. Ég þarf að hugsa allt sem ég geri fyrir fram til þess að forðast hraðar hreyfingar. Ég hef mestar áhyggjur af því að ég muni brjóta þær í svefni.“

Segir Elena að viðbrögð fólks við nöglunum séu mismunandi og að hún hafi fengið jafn mörg jákvæð viðbrögð eins og neikvæð. Einnig greinir hún frá því að neglurnar hafi ekki haft nein áhrif á ástarlíf hennar.

„Fólk bregst mismunandi við nöglunum, sumir verða hræddir við þær og aðrir skilja ekki hvað þær eru. Sumum finnst þær svalar og biðja mig um „selfie“ eða segjast virða þolinmæði mína. Sumir spurja mig að því hvenær ég ætli svo að klippa þær. Mér líkar það vel að hafa langar neglur af því að ég fæ mikla athygli út á þær. Ef manneskja hittir mig einu sinni þá mun hún aldrei gleyma mér. Það er líka ómögulegt að taka ekki eftir mér. Ég er mjög félagslynd manneskja, sérstaklega við karlmenn og ég hef aldrei upplifað litla athygli frá karlmönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.