fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Ellý gerði allt vitlaust – „Það er nýtt líf að kvikna“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellý Ármanns mætir alla þriðjudagsmorgna með tarot spilin sín í þáttinn Ísland vaknar á K100. Þar svarar hún hlustendum þáttarins og skyggnist bæði í framtíð og fortíð þeirra.

Ellý hefur mætt í nokkur skipti, en í þessari viku ætlaði allt um koll að keyra og símkerfi K100 fór næstum á hliðina. Ástæðan: Ellý reyndist einstaklega sannspá í spám sínum.

„Ég hef aldrei heyrt eða séð annað eins,“ sagði Jón Axel Ólafsson einn þáttastjórnenda, en hann sér um þáttinn ásamt Ásgeiri Páli Ágústssyni og Kristínu Sif Björgvinsdóttur.

Veikindi, brúðkaup, fjármál, góð heilsa, sjálfsrækt, sambönd, hlátur og fleira bar á góma í spádómum Ellýjar.

Á meðal þeirra sem hringdu inn var ung kona, en hún og maður hennar hafa verið að reyna að eignast barn. Hún hafði þó ekki minnst á barneignatilraunir sínar einu orði í símtalinu þegar Ellý sagðist sjá nýtt líf í spilunum við mikinn fögnuð þeirra sem heyrðu. „Það er eitthvað alveg einstakt við að spá fyrir fólki á þessum tíma dags, þegar það er nývaknað,” sagði Ellý eftir þáttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því