fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Fjarðarpósturinn í beinni á aðventunni – „Kappkostað að hafa þetta eins hafnfirskt og skemmtilegt og við getum“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 11:00

Mynd: Ólafur Már Svavarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjarðarpósturinn ætlar, í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og Jólaþorpið, að standa að beinni vefútsendingu sunnudaginn 2. desember. Útsendingin verður frá gamla apótekinu í Hafnarborg og mun meðal annars þekkt listafólk stíga á stokk, svo sem Bubbi Morthens, Guðrún Árný Karlsdóttir, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Um 50 manns munu koma fram í þáttunum og IKEA sér um að mubla upp þrjú glæsileg og jólaleg svið fyrir útsendinguna.

„Þessi hugmynd kom upp fyrir bara nokkrum vikum síðan. Ég og Þorvarður Goði Valdimarsson hjá framleiðslufyrirtækinu Skjáskoti vildum bara láta vaða, því Hafnarfjörður skartar svo mörgu frambærilegu fólki á ýmsum sviðum. Þetta hefur ekki verið gert á þennan hátt hér á landi áður, einungis í sjónvarpi.“ segir Olga Björt Þórðardóttir ritstjóri Fjarðarpóstsins.

Olga Björt og hinn afar reyndi og fróði fjölmiðlamaður og Hafnfirðingur, Jónatan Garðarsson, verða þáttastjórnendur og dagskráin skiptist upp í nokkra 45 mínútna þætti yfir daginn. Vefþættirnir, sem byggðir verða upp á viðtölum, skemmtiinnslögum og tónlistarinnslögum, fara samtímis í útsendingu á „like“ síðum allra þátttakenda, Hafnarfjarðarbæjar og Fjarðarpóstsins og munu því margir Facebook notendur verða varir við hana.

Efni sem lifir áfram

Olga Björt segir að besta við þessa blöndu af samfélagsmiðlun og fjölmiðlun vera að efni þáttanna lifir áfram eftir útsendinguna. „Ofan á það verður hvert innslag klippt í sér einingu sem þátttakendur geta dreift að vild alla aðventuna. Við völdum 2. desember því þá er allur mánuðurinn eftir til að vekja athygli á efninu. Einnig verður unnið úr efninu í blaðaútgáfu Fjarðarpóstsins og við kappkostum að hafa þetta eins hafnfirskt og skemmtilegt og við getum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“