fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Bókakaffi – Sjón, Mánasteinn og sögulega skáldsagan

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Sjón sækir Gerðuberg heim á Bókakaffi í nóvember, í Menningarhúsinu í Gerðubergi í kvöld kl. 20,  með skáldsöguna Mánastein í farteskinu. Kristján Guðjónsson menningarblaðamaður mun spjalla við Sjón um söguna og skáldskapinn, um bíó, býsnir og skugga-baldra. Hvernig er að skrifa sig inn í frostavetur? Hvernig leið almenningi í Reykjavík á fullveldisárinu?

Aldarafmæli fullveldisins hefur víða verið fagnað á árinu. Fáum hefur tekist jafn vel til að sviðsetja andrúmsloftið þetta örlagaríka ár í íslenskri sögu og Sjón í skáldsögunni Mánasteinn – Drengurinn sem aldrei var til  frá árinu 2013.

Mánasteinn segir frá drengnum Mána Steini sem hefur unun af kvikmyndum og lifir sig inn í hverja einustu mynd sem sýnd er á hvíta tjaldinu. Þegar spænska veikin herjar á bæjarbúa í Reykjavík blandast heimar Mána Steins saman, ímyndun verður veruleiki og bilið milli lífs og dauða verður ógreinanlegt. Sjón hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna árið 2013.

Bókakaffi í Gerðubergi er hluti kaffikvölda í Gerðubergi og haldið mánaðarlega yfir vetrarmánuðina, fjórða miðvikudagskvöld í mánuði. Það er vinsæll liður í viðburðadagskrá Borgarbókasafnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli