fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Ísak Marvins – Verkin verða enn að þorna á sýningunni

Babl.is
Föstudaginn 23. nóvember 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn hélt myndlistamaðurinn Ísak Marvins sína fyrstu einkasýningu í heimabæ sínum, Grundarfirði. Hann var hinsvegar ekki lengi að skapa nóg af efni í aðra einkasýningu sína, sem verður haldin á morgun í Ánanausti 11.

,,Sum verk verða örugglega ennþá að þorna á sýningunni,” segir Ísak.

Fyrir utan málverk verður Ísak líka með teikningar til sýnis. ,,Mig langar að sýna hvernig ég skissa og vinn hugmyndir.”

En hvernig kom nafnið á sýningunni til: ,,listamaður undir striga”?

,,Þegar ég var 14 ára og var að kaupa minn fyrsta striga með pabba og stjúpmömmu minni, þá var striginn svo stór að ég þurfti að halda á honum yfir höfðinu á mér með bræðrum mínum, í aftursætinu á leiðinni heim.“

Þó Ísak elski augljóslega það sem hann er að gera, eða maður myndi halda það þar sem hann er að halda tvær einkasýningar í sama mánuðinum, þá þýðir það ekki að það sé ekki gríðarlega mikil vinna sem fer í að vera myndlistamaður. ,,Ég hætti ekki að mála. Ég er 6-10 klukkustundir á dag að mála, pæla og gera eitthvað í kringum sýninguna.”

Fyrir utan það er Ísak svo í tveggja ára diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur, hann segir að kennararnir þar séu sem betur fer skilningsríkir upp á slaka mætingu nemenda ef þeir eru að halda listasýningar á eigin vegum.

Sýningin er opin 23-25. nóvember fyrir áhugasama listunnendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins