fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Fimmta hver kona tekur þunglyndislyf

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 07:35

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum hér á landi á síðasta ári. Hjá körlum var hlutfallið 10 prósent. Lengi hefur verið vitað að Íslendingar hafa sérstöðu hvað varðar notkun þunglyndislyfja samanborið við önnur lönd. Hér á landi er notkunin tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjunum. Við notum 24 prósent meira af þunglyndislyfjum en það OECD ríkir sem notar næst mest.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 31 þúsund konur hafi leyst út þunglyndislyf á síðasta ári og 17 þúsund karlar samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu. Mesta aukningin er hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára.

Svefnlyfjanotkun þjóðarinnar er einnig mikil. Það sem af er ári hafa 33 þúsund manns fengið ávísað svefnlyfjum. Langtímanotkun svefnlyfja getur verið skaðleg samkvæmt niðurstöðum rannsókna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru