fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Matur

Ídýfan sem grætir fullorðið fólk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 13:00

Vá, vá, vá!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dásamlegt að bjóða uppá góða ídýfu á mannamótum, en þessi ídýfa slær öll met. Við erum að tala um beikon, rjómaost, spínat og nóg af osti. Algjört himnaríki í ídýfuformi.

Beikon- og spínatídýfa

Hráefni:

10 beikonsneiðar
225 g mjúkur rjómaostur
1/3 bolli mæjónes
1/3 bolli sýrður rjómi
1 tsk hvítlaukskrydd
1 tsk paprikukrydd
450 g spínat, saxað
1 bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli rifinn ostur
1 baguette brauð, skorið í sneiðar og ristað

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Steikið beikonið þar til það er stökkt, eða í um 8 mínútur. Þerrið á pappírsþurrku og saxið síðan smátt. Blandið rjómaosti, mæjónesi, sýrðum rjóma og kryddi saman í skál og saltið og piprið eftir smekk. Blandið spínati, beikoni, parmesan og 3/4 bolla af ostinum saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót og dreifið restinni af ostinum yfir. Bakið í 25 til 30 mínútur og berið fram með ristuðu brauði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna