fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Fjárfestingar í norrænum gagnaverum gætu tvöfaldast fram til ársins 2025

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 14:21

Ljósmyndari Johannes Jansson/norden.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út sýnir fram á öran vöxt norrænna gagnavera fram til ársins 2025 og búist er við árlegum fjárfestingum sem nemur 2-4,3 milljörðum evra.

COWI Group vann rannsóknina “Data Centre Opportunities in the Nordics – An Analysis of the Competitive Advantages” og var hún gefin út af Norrænu ráðherranefndinni. Í henni er aðdráttarafl Norðurlandanna borið saman við hið svokallaða FLAP-D svæði (Frankfurt, London, Amsterdam, París og Dublin), gagnvart sívaxandi gagnamagni um allan heim og þeirri áskorun að takast á við sjálfbæran vöxt skýja, streymis og tölvuþjónustu.

Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að Norðurlöndin séu líkleg til þess að auka hlut sinn vegna fimm lykilkosta sem þau búa yfir: nægjanlegrar endurnýjanlegrar orku, áreiðanlegra orkubirgða, lágs orkuverðs, pólitísks stöðugleika og greiðrar leiðar á markað, fyrst og fremst vegna þess að viðskipti eru aðgengileg.

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar á norræna gagnaversmarkaðinum muni nema 2-4,3 milljörðum evra á ári árið 2025. Þetta miðast við árlega afkastagetu upp á 280-580 megawött á ári. Norðurlöndin eru vel tengd Bretlandi, meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum og umfangsmikið ljósleiðarakerfi sem tengir Norðurlönd við Norður-Ameríku og Asíu er á skipulagsstigi.

Norðurlöndin uppfylla öll helstu skilyrði

„Hýsingarfyrirtæki og risafyrirtæki eins og Facebook, Google, Amazon Web Services og Apple hafa fjárfest verulega í norrænum gagnaverum upp á síðkastið. Norðurlöndin uppfylla öll helstu skilyrði vegna staðarvals, allt frá áreiðanlegri endurnýjanlegri orku til ljósleiðarakerfis á heimsmælikvarða. Þetta veitir sterka stöðu gagnvart fjárfestingum fyrirtækja bæði í starfsemi sem þegar er fyrir hendi og í nýrri starfsemi,“

segir Jakob Dybdal Christensen, markaðsstjóri COWI og einn aðalhöfunda skýrslunnar. 

Auk raforkuframleiðslu sem er endurnýjanleg að tveimur þriðju hlutum á svæðinu og byggir til dæmis á lífmassa, vatnsafli, jarðhita og vindi, er samkeppnislegt gildi þess að auka samstarf þvert á landamæri á Norðurlöndum undirstrikað í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben