fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 06:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur tryggst sér meirihlutaeign í eignarhaldsfélaginu Grænaþing með því að kaupa 52,67% hlut Jóhanns Kristinssonar fjárfestis. Fréttablaðið greinir frá því í dag að áður átti Ratcliffe 34% í félaginu og á því um um 89% í félaginu í dag. Grænaþing á fjölda jarða í Vopnafirði ásamt veiðifélagið Streng ehf sem leigir meðal annars Selá og Hofsá í firðinum.

Kaupverð er ekki gefið upp ásamt því að ekki er vitað nákvæmlega að svo stöddu hversu margar jarðir eignarhaldsfélagið Grænaþing á, svo fjöldi jarða sem Ratcliffe á hér á landi eftir kaupin er ekki vitað.

Fréttablaðið greinir einnig frá því að jarðeigendur í Vopnafirði hafi lýst því hvernig Ratcliffe hefur reynt að kaupa jarðir á svæðinu og hafi það framkallað deilur innan fjölskyldna um hvort selja eigi jarðirnar eða ekki. Oftar en ekki hafi lögfræðiskrifstofur eða fasteignasölur sent eigendum jarða kauptilboð frá ónefndum erlendum aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta