fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Að skauta framhjá merg málsins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að grátlegt sé hvernig Reykjavíkurborg nái að klúðra málum sem fyrirfram gætu talist ansi jákvæð og góð, borgarbúum til heilla. Allir vita um braggamálið, en fæstir hefðu veðjað á að sala Reykjavíkurborgar á Alliance húsinu yrði tilefni til gagnrýni. Enda græddi borgin rúmar 600 milljónir á sölu hússins og byggingarrétti á lóðinni nýverið. Það er rúmlega einn braggi eða svo.

Hinsvegar ber að hrósa þegar innistæða er fyrir því og því ber að hrósa aðkomu borgarinnar að Alliance verkefninu í heild sinni. Húsið er fallegt og nýtur sín vel, ólíkt mörgum öðrum byggingum í miðborginni. Hvort kjósendur líti svo á að það jafni út kostnaðinn við braggann er svo annað mál.

Hinsvegar var greint frá því í dag að leigjendur Alliance hússins við Grandagarð 2, hafi aðeins greitt 15 þúsund krónur á mánuði í leigu frá árinu 2012. Það er langt undir meðalleigu á því svæði og þó víðar væri leitað. Einn leigjanda í húsinu var dóttir Hrólfs Jónssonar, þáverandi skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sem gerði leigusamningana fyrir hönd borgarinnar. Það telst varla góð stjórnsýsla.

Nokkur munur er á hvernig borgarfulltrúar hafa tekið í þessi tíðindi. Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki, gagnrýnir þetta harðlega og segir borgina „gefa“ frá sér takmarkaða auðlind og fullyrðir að fólk muni verða alveg „brjálað“ þegar það heyrir að fólk hafi fengið að leigja húsið af Reykjavíkurborg á þessum spottprís.

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tekur hinsvegar annan pól í hæðina á Twitter. Hún segir það „magnað“ að í fréttaflutningi af málinu, skuli hafa verið „skautað framhjá“ hagnaðinum við sölu hússins.

Minnist Kristín ekkert á leigusamningagerðina. Má segja að hún hafi hreinlega „skautað framhjá“ henni. Það er magnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mourinho næstur til að elta peningana?

Mourinho næstur til að elta peningana?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm