fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Matur

Örbylgjuofn er allt sem þarf: Jólakonfektið klárt á 10 mínútum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 13:00

Hnetur, karamella og gleði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ofboðslega gaman að búa til sitt eigið jólakonfekt en það vex mörgum í augum. Þetta konfekt er hins vegar ofboðslega auðvelt og þarf bara að láta það malla í örbylgjuofni.

Jólakonfektið klárt á tíu mínútum

Hráefni:

1 1/2 bolli salthnetur
1 bolli sykur
1/2 bolli ljóst síróp
1/8 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
1 msk. smjör
1 tsk. matarsódi

Fáránlega einfalt.

Aðferð

Takið til ofnplötu eða stóran bakka og klæðið með smjörpappír. Takið til stóra glerskál sem þolir örbylgjuofn. Blandið salthnetum, sykri, ljósu sírópi og salti saman í skálinni. Setjið skálina inn í örbylgjuofn og blastið á fullum styrk í 6 til 7 mínútur. Á mínum öbba voru það sex, en blandan á að bubbla og vera fallega brún. Bætið vanilludropum og smjöri vel saman við og blastið á fullum styrk í 2 til 3 mínútur til viðbótar. Blandið matarsódanum strax saman við og hrærið vel. Passið ykkur því blandan á eftir að freyða vel þegar matarsódinn snertir hana. Hellið blöndunni í formið og leyfið henni að storkna í um hálftíma við stofuhita. Brjótið í bita og njótið, nú eða geymið.

Passar vel í jólapakkann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði