fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Rapp, bankarapp

Bankarnir nýta sér íslenska rappara í auglýsingaskyni

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 10. febrúar 2018 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskt rapp hefur verið í miklum blóma undanfarin ár. Margir hafa líkt óhefluðu viðhorfinu, gróskunni og kraftinum sem hefur verið viðloðandi rappsenuna við pönkið og róttæka andspyrnuna við borgaralegt siðferði sem kristallaðist í þeirri menningu. Mörg fyrirtæki sjá sér leik á borði, vilja nudda sér upp við hina ungu listamenn í þeirri von að ára ungæðingslegrar orku og ferskleika smitist yfir á vörumerki þeirra, og ólíkt flestum þeim sem kenna sig við pönkið virðast margir íslenskir rapparar vera tilbúnir í að lána fyrirtækjum ímynd sína.

Þau fyrirtæki sem hafa verið hvað mest áberandi í tengslum sínum við rappsenuna eru strigaskóframleiðendur. Það kemur kannski ekki á óvart en tengsl alþjóðlegrar rapptónlistar og strigaskóframleiðenda hafa að mörgu leyti verið samtvinnuð síðustu áratugi, eða allt frá því að RUN DMC gerði Adidas að einkennismerki sínu snemma á níunda áratugnum. Á Íslandi hafa Adidas og Nike barist um að fá að klæða rapptónlistarmennina undanfarin ár, og ýmist haldið eða greitt fyrir stórtónleika rapptónlistarmanna, til dæmis má nefna mikla rappveislu Adidas í Listasafni Íslands fyrir tveimur árum og Nike (og Coca Cola)-styrktastórtónleika KBE-rapphópsins í Gamla bíói í desember.

Eftir því sem vinsældir íslensks rapps hafa aukist og það hefur náð meginstraumsvinsældum hafa fyrirtæki með íhaldssamari ímynd einnig farið að sækja í rappið, eflaust til að gefa fyrirtækjum sínum áru ferskleika og andspyrnu. Nú síðast hafa allir íslensku viðskiptabankarnir fengið rappara í ýmiss konar samstarf í auglýsingatilgangi.

Landsbankinn framleiddi myndband við lagið „Út í geim“ með rapparnum Birni í aðdraganda tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í nóvember.
Birnir og bankinn Landsbankinn framleiddi myndband við lagið „Út í geim“ með rapparnum Birni í aðdraganda tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í nóvember.

Mynd: Landsbankinn

Landsbankinn hefur um nokkurt skeið framleitt stutt tónlistarmyndbönd í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina. Þar stíga ungir tónlistarmenn á svið og myndbönd af flutningnum eru framleidd og dreift af bankanum. Í ár fékk Landsbankinn meðal annars að frumflytja lagið „Út í geim“ með rapparanum Birni, en lagið hefur notið mikilla vinsælda í kjölfarið og myndbandið, sem hýst er á Youtube-rás Landsbankans, fengið yfir 120 þúsund áhorf.

Íslandsbanki hefur fengið rappara í ýmiss konar samstarf. Í febrúar mun Arnar Freyr úr rappsveitinni Úlfur Úlfur til dæmis halda rappnámskeið á vegum bankans í einu útibúa þess. Þá hefur bankinn birt stuttar frásagnir tónlistarfólks á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „Bransasögur.“ Í desember birtist myndband þar sem rapparinn Herra Hnetusmjör rifjar upp söguna á bakvið lag hans og Birnis, „Já, ég veit“, vinsælasta rapplag landsins þann mánuðinn. Frásögn rapparans var lífleg og hefur myndbandið verið spilað yfir 71 þúsund sinnum. Í síðustu viku birtist svo frásögn nýstirnisins Króla af velgengni hans og samstarfsmannsins JóaPé.

JóiPé hefur sjálfur nýlega birst í auglýsingu annars banka. Arion-banki tók þátt í framleiðslu lags og tónlistarmyndbands JóaPé. Brot úr laginu og myndbandinu birtist fyrst í sjónvarpsauglýsingu bankans sem sýnd var á meðan Evrópumeistaramótið í handbolta stóð yfir. Eftir að mótinu lauk kom myndbandið svo loksins út á Youtube-rás bankans, og á streymisveitunni Spotify er lagið enn fremur skráð sem höfundaverk bankans.

Herra Hnetusmjör og Króli hafa tekið þátt í myndböndum sem birtast á vefsíðu Íslandsbanka.
Bransasögur Íslandsbanka Herra Hnetusmjör og Króli hafa tekið þátt í myndböndum sem birtast á vefsíðu Íslandsbanka.

Mynd: Íslandsbanki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“