fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Ætla að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 20:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til niðurskurð frá áður samþykktum fjárlögum til að bregðast við kólnandi hagkerfi en einkaneysla er að dragast saman. Er lagt til að framlög til öryrkja verði lækkuð um 1.100 milljónir króna og hægt verði á framkvæmdum við nýjan Landspítala og nýtt skrifstofuhús Alþingis.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, sagði í viðtali við RÚV:

„Verðbólgan er að láta á sér kræla og það er stór hluti frumvarpsins sem er í launum og verðbótum og það þarf að taka tillit til þess sem hefur áhrif á fjölmargar stærðir og svo þarf að gera almennar ráðstafanir til að mæta þeim útgjaldaauka og svo er einkaneyslan er að dragast saman á næsta ári og það er högg í virðisaukaskattstekjur.“

Samfylkingarmaðurinn Ágúst Ólafur Ágútsson er annar varaformaður nefndarinnar og er hann ekki sammála Willum eða meirihluta nefndarinnar, segir að óhugsandi sé að lækka framlög til velferðarmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður