fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Hólmfríður Brynja glímir við ófrjósemi: „En hvenær kemur barnið?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestar konur og pör, kannast við spurninguna „hvenær kemur barnið?“. Flestum finnst spurningin óþægileg og þykir svarið hreinlega ekki koma fólki við.

Hólmfríður Brynja Heimisdóttir kannast vel við þessa spurningu en hún fór að heyra hana fyrst stuttu eftir nítján ára afmæli sitt.

Það var um það bil viku eftir að ég fór í mína fyrstu og einu fóstureyðingu en á þeim tíma var ég ekki tilbúin fyrir barneignir. Sama hvort fólk sé sammála því eða ekki þá var þetta mín ákvörðun,

segir Hólmfríður í einlægri færslu sinni á Narnía.

Hólmfríður og Benedikt sambýlismaður hennar árið 2015

Hólmfríður var stödd í fjölskylduboði þegar hún var spurð spurningarinnar í fyrsta skiptið.

Ég vissi ekkert hverju ég ætti að svara og sagði því fátt. Mér fannst þetta hreinlega ekki koma neinum við þrátt fyrir að þau meintu alls ekkert slæmt með spurningunni.

Hólmfríður er í dag að verða 24 ára gömul og hefur ekki enn eignast barn.

Greindist með Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS)

Eftir að ég og sambýlismaður minn ákváðum að við værum tilbúin til þess aðeignast börn þá hættum við að nota getnaðarvarnir. Það gerðist ekkert í marga mánuði og var tíðahringurinn minn vægast sagt furðulegur. Hann fór frá því að vera 60 dagar og allt upp í 80 daga, ég fór því oft til læknis en þeir fundu aldrei neitt að.

Læknarnir greindu Hólmfríði frá því að tíðahringurinn myndi jafna sig með tímanum.

Í byrjun árs 2016 fór ég svo suður á Domus Medica og hitti þar Karl Ólafsson sem loksins greindi mig með PCOS. Það tók hann ekki nema einn tíma til þess að átta sig á því hvað væri í gangi og var ég strax sett á lyf til þess að halda einkennum niðri. Mín einkenni voru meðal annars óreglulegar blæðingar vegna fækkunar á egglosi, hárlos, blöðrur á eggjastokkum og ofþyngd.

Ákváðu að ferðast um heiminn

Hólmfríði var sagt að gefa lyfjunum eitt ár og ef að hún yrði ekki þunguð á þeim tíma ætti hún að mæta aftur til læknisins til þess að ákveða næsta skref.

Ég og sambýlismaður minn ákváðum þá að byrja á því að ferðast um heiminn og njóta lífsins en næsta skref hjá okkur er að fara í ferli hjá IVF klíníkinni. Við höfum ekki lagt í það strax þar sem það er mjög tímafrekt og krefst margra ferða suður ásamt því að vera mjög kostnaðarsamt ferli.

Hólmfríður og sambýlismaður hennar vissu að þau þyrftu að plana ferlið vel og ákváðu því að njóta lífsins fyrst og ferðast eins mikið og þau gætu.

Og það höfum við sko aldeilis gert, bæði saman og í sitthvoru lagi. Síðan ég greindist hef ég farið til Orlandi, Alicante, tvisvar sinnum til Amsterdam, þrisvar sinnum til Tenerife, Þýskalands á Októberfest og að lokum til Belgíu á Tomorrowland. Við erum einmitt núna að skipuleggja næstu ferð til Belgíu sem við förum í næsta sumar.

Hólmfríður og Benedikt í Tomorrowland og Amsterdam 2017

Hólmfríður fær enn reglulega spurninguna af og til en í dag hefur hún lært að svara fyrir sig.

Nú þegar ég fæ hana segi ég til dæmis: „Ég veit það ekki, bráðum, það fer að koma að því eða þá að ég svara þeim bara hreint út og segi þeim hver staðan er“ og þá er ég yfirleitt ekki spurð aftur af þeirri manneskju.

Hólmfríður hvetur fólk til þess að vanda sig vel og passa sig á því hvað það segir við fólk á barneignaraldri þar sem erfitt er að vita hvort fólk á einfaldlega í erfiðleikum með að eignast barn og geti spurningin því lagst misvel í fólk.

Hægt er að fylgjast með Hólmfríði á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: brynjaheimis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnór Ingvi skoraði stórbrotið mark – Sjáðu myndbandið

Arnór Ingvi skoraði stórbrotið mark – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Nunez á bekknum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Nunez á bekknum
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United sagt vera í viðræðum við Getafe – Annað lán möguleiki

United sagt vera í viðræðum við Getafe – Annað lán möguleiki
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar