fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Sautján nýir aðstoðarmenn kosta jafnmikið og SÁÁ vantar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 08:55

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hleypur auðvitað eitthvað talsvert á annað hundrað milljónir króna að sjálfsögðu, 17 aðstoðarmenn, 150 til 200 milljónir sem þurfa að bætast við í þennan lið,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í fréttum RÚV í gærkvöldi.

Aðstoðarfólki þingflokka verður fjölgað í áföngum á næstunni en alls verða til sautján nýjar stöður innan þriggja ára. Steingrímur segir að með þessu sé verið að efla þingið.

Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um vanda SÁÁ og þá staðreynd að samtökin vantar um 200 milljónir króna til að losna við biðlista. Svo vill til að þetta er sama upphæð og kostnaðurinn við fjölgun aðstoðarmanna nemur.

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður á Miðjunni benti á þetta á vef sínum og sagði: „SÁÁ getur gert betur, tekið fleiri í meðferð en nú er gert. Til að svo verði þarf SÁÁ um 200 milljónir til viðbótar. Fjármálaráðherra hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við SÁÁ“. Sigurjón vitnaði svo í ummæli Steingríms um kostnaðinn við fjölgun aðstoðarmanna og sagði:  „Peningarnir eru sannanlega til. Forgangsröðin er það líka.“

Margir hafa kallað eftir því að stjórnvöld leggi til þá fjármuni sem þarf til að losna við biðlista á Vogi.

„Það er far­ald­ur af fíkni­sjúk­dóm­um á Íslandi í dag og fólk er að deyja af þeim. Fíkni­sjúk­dóm­ar eru al­geng­asti dauðdagi ungs fólks á Íslandi í dag á milli 18 ára og fer­tugs,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Silfrinu fyrir skemmstu. Vegna þessara biðlista deyi stór hópur fólks.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði í grein í Morgunblaðinu fyrir skemmstu:

„Ég efa það ekki eitt andartak að ef öll þessi hörmulegu og ótímabæru dauðsföll væru af öðrum völdum en fíknar, þá væri búið að kalla saman öll öryggis- og viðbragðsteymi landsins eins og um náttúruhamfarir væri að ræða. Þess í stað virðist ríkjandi algjört andvaraleysi stjórnvalda gagnvart því ákalli sem berst til þeirra frá samfélaginu. Ákalli um hjálp fyrir þá sem á þurfa að halda.

Steingrímur J. Sigfússon sagði að fjölgun aðstoðarmanna væri í samræmi við stjórnarsáttmálann, að efla og styrkja Alþingi. „Það er ánægjuefni að við erum núna að sækja fram á nýjan leik,“ sagði hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum