fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Inga er mjög áhyggjufull: Af hverju er ekki búið að kalla saman öryggis- og viðbragðsteymi landsins?

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aldrei áður í Íslandssögunni höfum við staðið frammi fyrir annarri eins fíkniefnavá og nú. Á árinu 2018 hafa þegar dáið fleiri á aldursbilinu 18 – 40 ára af völdum lyfjaeitrunar og fíknisjúkdóma en af öllum öðrum sjúkdómum á árinu samanlagt. Dauðsföllin eru þegar orðin 42.“

Þetta segir Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í pistli sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag. Þar skrifar hún um stöðu fíkla á landinu og hefur, eðlilega, miklar áhyggjur af stöðu mála.

„Ég efa það ekki eitt andartak að ef öll þessi hörmulegu og ótímabæru dauðsföll væru af öðrum völdum en fíknar, þá væri búið að kalla saman öll öryggis- og viðbragðsteymi landsins eins og um náttúruhamfarir væri að ræða. Þess í stað virðist ríkjandi algjört andvaraleysi stjórnvalda gagnvart því ákalli sem berst til þeirra frá samfélaginu. Ákalli um hjálp fyrir þá sem á þurfa að halda.

Inga spyr hvort fordómar gagnvart fíknisjúkdómum orsaki þá meðferð sem sjúklingar þurfa að þola.

„Hvað á maður að halda þegar staðreyndir alvarleikans blasa við öllum sem sjá vilja. Ákallið er skerandi nístandi neyðaróp til stjórnvalda sem troða puttunum í eyrun um leið og þau troða hausnum á kaf í sandinn. Þetta framferði er algjörlega óréttlætanlegt og einkennist einungis af vanþekkingu og fordómum þeirra sem helst ættu að taka utan um um vandann og leysa hann af fremsta megni.“

Inga bendir svo á í grein sinni að biðlistar hafi aldrei verið lengi. Þannig séu um 600 manns að biðlista eftir læknisþjónustu og meðferð á Vog. Þeir hafi aldrei verið fleiri og vandinn aldrei meiri.

„Forsvarsmenn SÁÁ segjast geta tæmt biðlistann með auknu fjárframlagi ríkissjóðs. Það sætir og furðu að enginn gildur samningur hefur verið á milli sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ síðan árið 2014. Þar af leiðir að öll þjónusta göngudeilda SÁÁ og eftirfylgni sjúklinga sem útskrifast eftir meðferð er greidd af söfnunarfé til samtakanna en ekki af ríkinu.“

Inga segir svo að flestir þeirra sem leggjast inn á bráðadeild Landspítalans vegna fíknar séu sendir þaðan á Vog. Ástæðan sé sú að þar starfi færustu sérfræðingar landsins í meðferð fíknisjúkdóma. Inga bendir svo á að fjármála- og efnahagsráðherra muni leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 og enn sé tími til að taka utan um þann vanda sem steðjar að unga fólkinu.

„Það er dauðans alvörumál að sitja hjá aðgerðalaus og horfa upp á vandann vaxa. Það er stutt síðan að ég talaði um að 29 einstaklingar væru dánir á árinu vegna lyfjaeitrunar, nú eru þeir 42 eins og áður segir. Ég neita að trúa því að þær 200 milljónir króna sem kallað er eftir og geta skipt sköpum í baráttunni við fíknivandann séu taldar betur komnar í eitthvað annað. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við af djörfung og dug og leggja það fjármagn til sem þarf til hjálpar. Tækifærið til aðgerða er akkúrat núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki