fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Rússar banna íslenskum flugfélögum að fljúga yfir Síberíu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 14:15

Icelandair og WOW. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk flugfélög mega ekki nýta sér stystu flugleiðina til Austurlanda fjær, sem liggur yfir Síberíu í Rússlandi. Því mun Icelandair og WOW ekki bjóða upp á flug til Kína, Japan eða Suður-Kóreu á næstunni, samkvæmt vef Túrista.

Viðræður milli íslenskra og rússneskra stjórnvalda um heimild íslenskra flugrekenda til yfirflugs hafa ekki skilað árangri, en fundað var í sumarbyrjun 2017 og aftur síðar um haustið. Frá þeim tíma hafa engar formlegar viðræður farið fram, aðeins óformlegar, að sögn utanríkisráðuneytisins.

Vefur Túrista greinir frá því að Rússar gætu sett það skilyrði fyrir slíkri yfirflugsheimild, að íslensk flugfélög hæfu beint flug til Rússlands fyrst, áður en flogið sé til áfangastaða í Japan eða Kína. Í dag takmarkist flugsamgöngur milli Íslands og Rússlands við sumarflug S7, rússnesks félags sem flaug einu í viku hingað til lands í sumar, en ætlar að fjölga í tvær ferðir á viku næsta sumar.

Íslenskum flugfélögum er heimilt að fljúga til Rússlands, að hámarki sjö sinnum í viku, en engar slíkar ferðir hafa verið í boði eftir að Icelandair hætti flugi sínu til St. Pétursborgar árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar