fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Seðlabankinn sendir skilaboð vegna komandi kjarasamninga – við höfum bæði viljann og tækin!

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í venjulegum hagkerfum eru vextir lækkaðir þegar umsvifin minnka og hagvöxtur dregst saman.

Hér á Íslandi er þetta þveröfugt. Vextirnir – sem þegar eru svo háir að þarf að fara í þriðja heiminn til að finna annað eins – eru hækkaðir.

Menn furða sig á þessu og spyrja – hver er lógíkin?

Jú, að einhverju leyti snýst þetta um krónuna. Hún kann að styrkjast við vaxtahækkun þótt það sé reyndar ekki gefið – en  það er á sinn hátt neytendum til hagsbóta. Um það var mikið rætt á tíma hrunsins að Seðlabankinn væri ekki bara að glíma við verðbólgumarkmið heldur ekki síður gengismarkmið, hann var eiginlega kominn í fúll tæm djobb að reyna að stýra krónunni.

Verkalýðshreyfingin getur auðvitað heimtað að fá kjarabætur til að mæta vaxtahækkuninni. En í umsögn peningastefnunefndarinnar eru í raun tekin af öll tvímæli um að þetta séu skilaboð vegna komandi kjarasamninga. Ríkið fær sneið og launþegahreyfingin. Peningastefnunefndin segist beinlínis muni grípa til „harðara taumhalds“ ef ríkið og vinnumarkaðurinn hegði sér ekki skikkanlega. Segist hafa bæði viljann og tækin. Þá varla til annars en að hækka vextina ennþá meir.

„Peningastefnunefnd ítrekar að hún hefur bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu við markmið til lengri tíma litið. Haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka og festist í sessi umfram markmið mun það kalla á harðara taumhald peningastefnunnar. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafa þá áhrif á hversu mikill fórnarkostnaður verður í lægra atvinnustigi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar