fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

8 hlutir sem þú ættir að skipta út af heimilinu strax

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 18:30

Oft er eitthvað til á heimilinu sem hægt er að nýta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vissir þú að ef koddinn þinn er orðinn eldri en tveggja ára þá er mjög líklegt að 10 prósent af þyngd hans séu húðfrumur. mygla, ryk og rykmaurar?

Fæstir gera sér grein fyrir því að hreinlætisins vegna þarf að huga að ótal mörgu inni á heimilinu sem er kannski ekki alltaf augljóst. Tannburstanum þarf að skipta út reglulega sem og klósetburstanum og skurðarbrettinu.

Yfirleitt er fólki ráðlagt að skipta út öllum koddum og púðum á tveggja ára fresti og sænginni á fimm ára fresti.

Dr Robert Oexman sem er framkvæmdarstjóri svefnrannsóknarstöðvar (Sleep To Live Institute) tekur þetta skrefinu lengra. Hann ráðleggur fólki að skipta þessum hlutum út á sex mánaða fresti.

Hann segir að það að sofa í gömlu rúmi, með gamla sæng og kodda geti haft mjög slæm áhrif á svefn viðkomandi. Bæði sefur manneskjan í faðmi óhreininda og stuðningur við líkamann, sem eitt sinn var í koddanum og í dýnunni, er horfinn.

Hér á eftir má sjá nokkur ráð um endingartíma á hinum og þessum staðalbúnaði heimila:

Sængin: Það þarf ekki að skipta sæng út eins oft og koddum. Mikið ryk, rykmaurar, sviti og húðfrumur safnast fyrir í sænginni á löngum tíma. Mælt er með því að fólk skipti henni út að meðaltali á fimm ára fresti

Dýnan: Fyrir flest okkar eru kaup á góðri dýnu fjárfesting í heilsunni. Þó er mælt með því að fólk skipti um dýnu á 7 ára fresti. Til þess að halda dýnunni í góðu ásigkomulagi ætti að ryksuga hana reglulega og nota hlífðardýnu áður en lak er sett yfir hana.

Skurðarbretti: Þegar rákir fara að myndast í brettinu er komin tími á að skipta því út þar sem þær eru gróðrarstía fyrir bakteríur.

Trésleifar: Eldhúsáhöld úr tré má ekki setja í uppþvottavél þar sem auðveldlega brotnar upp úr þeim í miklum hita. Ef það eru komnar sprungur í trésleifina þína ættir þú að henda henni strax. En ef þú þværð hana í vaskinum og fylgist vel með ættir þú að geta notað trésleifina í 5 ár.

Tuskur, viskastykki og svampar:  Borðtuskur eru gróðrarstía fyrir bakteríur. Það er hægt að drepa flestar þeirra með því að setja þær í örbylgjuofninn í 30 sekúndur. Þú ættir því aldrei að nota sömu tuskuna nema í örfáa daga.

Klósetbursti: Saurgerlar og aðrar bakteríur þrífast vel á klósetburstanum þínum. Öllum er ráðlagt að þrífa hann upp úr klór ekki sjaldnar en einu sinni í viku og skipta honum út á 6 mánaða fresti.

Tannbursti: Þú ættir að skipta út tannburstanum þínum á 3 til 6 vikna fresti. Oftar ef þú hefur nýlega fengið hálsbólgu.

Koddinn: Húðfrumur í bland við ryk og svita gera að verkum að það þarf að skipta kodda út á tveggja ára fresti. Koddaver þarf að þrífa að minnsta kosti á tveggja vikna fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta