fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Ágústa Eva lofar svakalegri stemningu

Hljómsveitin Sycamore Tree treður upp á Kexinu laugardaginn 10. febrúar

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 10. febrúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitina Sycamore Tree ættu landsmenn að vera farnir að þekkja eftir mikla spilun á öldum ljósvakans. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu þann 24. september á síðasta ári en á morgun, laugardag, mun hún halda sína þriðju tónleika í höfuðborginni.

Sycamore Tree skipa þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sem bæði eru landsþekkt af fyrri verkum. Á tónleikum njóta þau liðsinnis þeirra Arnars Guðjónssonar, sem leikur á bassa, og Unnar Birnu Bassadóttur, sem spilar á fiðlu og slagverk ásamt því að syngja bakraddir.

Ágústa Eva og Gunni í myndatöku hjá Sögu Sig.
Sycamore Tree Ágústa Eva og Gunni í myndatöku hjá Sögu Sig.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Það er svakaleg stemning að byggjast upp fyrir þessum tónleikum og hún hefur stigmagnast alla vikuna,“ segir Ágústa Eva roggin í símtali við blaðamann og hefur ærið tilefni til enda var hún valin söngkona ársins 2017 á Hlustendaverðlaunahátíð FM á dögunum.

„Við höfum verið með sjö lög í röð á vinsældalistum útvarpsstöðvanna og svo fengum við fjölmargar tilnefningar á hlustendaverðlaunum og mikla athygli, bæði hér heima og úti í heimi,“ segir Ágústa og bætir við að þau séu alltaf að semja ný lög sem öll hafi fengið góðar undirtektir.

Frumflytja nýtt lag í hvert sinn sem þau halda tónleika

„Við höfum frumflutt nýtt lag á hverjum einustu tónleikum hingað til sem hefur fallið vel í kramið. Á síðustu tónleikum, sem fóru fram í Skyrgerðinni í Hveragerði, tókum við líka óskalög úr sal og fengum lánaða síma hjá áheyrendum til að tékka á lögum og fletta upp textum en þetta vakti mikla kátínu,“ segir hún og hlær um leið og hún bætir því við að alla hljómsveitarmeðlimina hlakki mikið til að spila á Kexinu um helgina.

„Við höfum spilað fyrir fullu húsi í hvert sinn sem við höfum komið fram og erum mjög spennt fyrir tónleikunum á Kexinu enda höfum við ekki spilað saman í Reykjavík síðan fyrir jól,“ segir söngkonan ástsæla að lokum.

Tónleikarnir á KEX Hostel hefjast klukkan 21 en miðar fást m.a. hjá TIX.is og við anddyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“