fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fókus

Í Flekaskil veltir Lárus Jón fyrir sér andlegum akri miðaldra karlmanns

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðabókin FLEKASKIL eða nokkrar hugleiðingar út frá jarðfræði og kenningum Alfreds Wegeners sem hvílir frosinn á miðjum aldri djúpt í Grænlandsjökli eftir Lárus Jón Guðmundsson, er væntanleg í nóvember. Ritstjóri var Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir og útgefandi er Hugall ehf.

Hvítir miðaldra karlmenn eru mikið í fréttum þessa dagana og ekki alltaf af góðu tilefni. Skemmdu eplin fá verðskuldaða athygli og viðeigandi fordæmingu en fáir velta fyrir sér líðan og ástandi hinna eplanna í tunnunni. Í Flekaskilum er gægst undir huluna og velt upp áleitnum spurningum: Hver er sprettan á andlegum akri miðaldra karlmanns sem skynjar eigin dauðleika handan við hornið? Á hvaða vegferð er hann? Hvernig líður honum? Verður jarðarförin fjölmenn?

Lárus Jón Guðmundsson

Alfred Wegener og örlög hans urðu höfundi innblástur og hugtök jarðsögunnar slá tóninn á vegferð hans frá vonleysi til vonar.

Á hópsöfnunarsíðunni Karolina Fund er hægt að panta bókina á hagstæðu forkaupsverði (2.890 kr) og áhugasamir geta fengið nafn sitt læst í ljóðstafi og sannir unnendur ljóðlistar eiga kost á ljóðasímtali.

Bókin verður til sölu á www.hugall.is frá miðjum nóvember og kostar þá 3.690 kr (heimsending innifalin).

ELDFJALL

Wegener sagði aldrei
að karlar væru eldfjöll
og konur höf

en þegar glóandi tungan
sígur
í vott djúpið

bullsýður
uns hraunið storknar
í steindri grettu

Sum eldfjöll
eru kulnuð

 

LAUSN

Dropinn þekkir steininn

Annar stíflar
og hinn holar

uns flæðir
um ódáinsakur

Ég stend
með lífið
í lúkunni

og treysti
á tárið

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West