fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Fjölmennt á Kærleiksviðburði Minningarsjóðs Einars Darra

Babl.is
Mánudaginn 5. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn laugardag hélt Minningarsjóður Einars Darra Kærleiksviðburð til að þakka fyrir stuðning þeirra sem fengu boð á viðburðinn, einnig til að segja frá komandi verkefnum og sýna nýja fatalínu, sem Una Hlín Kristjánsdóttir hjá DUTY hannaði.

Fjármunir minningarsjóðsins fara í forvarnarverkefni á vegum hans, en aðstandendur minningarsjóðsins hafa verið með forvarnarfræðslu um skaðsemi fíkniefna í framhaldsskólum í allt haust, fyrir utan að birta stuttar myndbandsklippur sem fjalla um hættur lyfjamisnotkunar og annarra fíkniefna.

Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir ,,við hjá Minningarsjóði Einars Darra erum meyr yfir þeim stuðningi sem við höfum fengið og við erum hvergi nærri hætt, við munum halda áfram að berjast í kærleika í nafni elsku Einar Darra okkar. Við vonum að þið haldið áfram að vera með okkur í liði.“

 

 

Kærleiksviðburðurinn var vel sóttur enda hafa margir lagt hönd á plóg til að vekja athygli á minningarsjóðnum og mikilvægi málefnanna sem hann stendur fyrir. Fólk virðist vera óhrætt við að standa með þeim og tala um fíkniefnavandann út frá persónulegri reynslu, enda hafa aðstandendur Einars Darra sem standa að baki minningarsjóðinum kærleiksríkt viðmót sameiginlegt. Stefna þeirra er að hafa ástina að vopni í baráttunni gegn fíkniefnavandanum, og það virðist vera að skila sér.

Sólrún Freyja Sen skrifaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife