fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Hjón tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 17:30

Heiðursfélagarnir Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gær, mánudaginn 29. október.

Guðrún Stefánsdóttir hætti nýverið sem miðasölustjóri Borgarleikhússins eftir að hafa unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá opnun Borgarleikhússins árið 1989 og sá einnig um veitingasölu í húsinu í tvo áratugi. Vandaðari, skemmtilegri, vinnusamari, ósérhlífnari og yndislegri manneskju er vart hægt að finna og það hefur verið mikil gæfa fyrir Leikfélag Reykjavíkur að vera samferða Guðrúnu síðastliðin 30 ár.

Theodór Júlíusson hóf leiklistarferil sinn í áhugaleikhúsi 1970 en árið 1989 var hann ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins. Áður hafði hann leikið hjá Leikfélagi Akureyrar í fjölda ára. Theodór lék í yfir sextíu sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, má þar nefna opnunarsýninguna í Borgarleikhúsinu, Höll sumarlandsins, Þrúgur reiðinnar, Vanja frænda, Evu Lúnu, Óskina (Galdra-Loft), Línu Langsokk, Hið ljósa man, Galdrakarlinn í Oz, Mávahlátur, Vorið vaknar, Puntilla og Matta, Héra Hérason, Draumleik, Gosa, Fló á skinni, Hetjur, Fýsn, Milljarðamærin snýr aftur, Söngvaseið, Fjölskylduna, Kirsuberjagarðinn og Auglýsingu ársins.

Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, Guðrún Stefánsdóttir, heiðursfélagi, Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, Theodór Júlíusson, heiðursfélagi og Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdistjóri Borgarleikhússins

Theodór hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Puntilla og Matta, Söngleiknum Ást og Fjölskyldunni. Þá var hann útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs 2014.

Meðfram störfum í leikhúsum hefur hann leikið í fjölda útvarpsleikrita, sjónvarpsþátta, stuttmynda og kvikmynda t.a.m í Englum alheimsins, Djúpinu, Eldfjalli og Hrútum. Eldfjall og Hrútar voru frumsýndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes og þær unnu til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim sem besta myndin, besti leikstjórinn, besti leikarinn og sópuðu auk þess að sér Edduverðlaunum hér heima.

Theodór stundaði leiklistarnám við The Drama Studio London auk þess að hafa sótt námskeið í leik og leikstjórn bæði hér heima og erlendis. Hann satt einnig í stjórn hjá Leikfélagi Reykjavíkur í 14 ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli