fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Matur

Ostakaka án orða: Karamella, karamella og aðeins meiri karamella

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 29. október 2018 13:00

Þessi kaka er rosaleg í einu orði sagt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessari ostaköku með orðum, svo dásamleg er hún. Það tekur smá tíma að búa þessa til og þarf að nostra við hana, en hún er hverrar mínútu virði.

Epla- og karamellu ostakaka

Botn – Hráefni:

12 hafrakex, möluð
6 msk. brætt smjör
1 tsk. kanill
¼ bolli sykur
¼ tsk. salt

Ostakaka – Hráefni:

1 kg mjúkur rjómaostur
¼ bolli þykk karamellusósa
¼ bolli sykur
3 stór egg
¼ bolli sýrður rjómi
1 tsk. vanilludopar
2 msk. hveiti
½ tsk. salt
¼ tsk. kanill

Toppur – Hráefni:

1 meðalstórt epli, án hýðis og skorið í litla bita
¼ bolli púðursykur
¼ bolli hveiti
¼ bolli haframjöl
½ tsk. kanill
¼ tsk. salt
55 g mjúkt smjör
karamellusósa og þeyttur rjómi til að skreyta með (má sleppa)

Reynið að standast þessa.

Aðferð:

Hitið ofninn í 160°C og takið til hringlaga form, sirka 20 til 21 sentímetra stórt. Smyrjið formið vel. Byrjum á botninum. Blandið haframjöli, smjöri, kanil, sykri og salti vel saman í skál. Þrýstið blöndunni í botninn á forminu og setjið til hliðar.

Svo er það ostakakan sjálf. Þeytið rjómaost, karamellusósu og sykur vel saman þar til blandan er kekkjalaus. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og hrærið síðan sýrðum rjóma og vanilludropum saman við. Bætið við hveiti, salti og kanil og þeytið þar til allt er vel blandað saman. Hellið blöndunni yfir botninn.

Þá er komið að toppinum. Blandið púðursykri, hveiti, haframjöli, kanil og salti vel saman í skál og vinnið síðan smjörið saman við með höndunum. Dreifið eplabitunum yfir ostakökublönduna og síðan toppinum ofan á eplin. Klæðið botninn á forminu með álpappír og setjið í stóra ofnskúffu. Hellið vatni í ofnskúffuna þar til það nær uppá hálft kökuformið. Bakið í miðjum ofninum í um það bil eina og hálfa klukkustund. Slökkvið á ofninum, opnið ofnhurðina og leyfið kökunni að kólna í ofninum, eða í um eina klukkustund. Fjarlægið álpappírinn og kælið kökuna í ísskáp í að minnsta kosti fimm klukkustundir. Fjarlægið kökuna úr forminu og berið fram með fullt af karamellusósu og þeyttum rjóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði