fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Lestrarvinir er skemmtilegt verkefni sem sameinar fjölskyldur og bókelska sjálfboðaliða

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan var verkefnið Lestrarvinir tekið í prófun hjá Borgarbókasafninu, en það er hollenskt að uppruna. Verkefnið gekk vonum framar og því var ákveðið að taka það formlega inn í dagskrá Borgarbókasafnsins, og hafa fleiri bókasöfn utan höfuðborgarsvæðisins sýnt því áhuga.

Lestrarvinir er skemmtilegt verkefni sem sameinar fjölskyldur og bókelska sjálfboðaliða sem heimsækja þær vikulega og lesa fyrir börnin á íslensku; sjálfboðaliðinn kemur í heimsókn til barnsins með nýtt og spennandi lesefni í farteskinu tuttugu sinnum yfir veturinn til að efla lesskilning barnsins og kynda undir lestraráhuga.

Laugardaginn 12. október hittust fjölskyldurnar og sjálfboðaliðarnir saman í fyrsta skipti í Borgarbókasafninu Grófinni.

Verkefnið Lestrarvinir var kynnt, Eliza Reid forsetafrú sagði frá reynslu sinni af að eiga tvítyngd börn, fjölskyldur og sjálfboðaliðar fóru í ratleik um safnið og örnámskeið var haldið fyrir sjálfboðaliða.

Lestrarvinir á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“