fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Eigandi Morgunblaðsins í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds einn eigandi Morgunblaðsins hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Frá þessu greinir Eyþór á Facebook-síðu sinni. Síðast var Eyþór í fréttum fyrir að hafa keypt stóran hlut í Morgunblaðinu. Þetta er í annað sinn á innan við tveimur árum sem fyrrverandi pólitíkusar tengdir Morgunblaðinu hella sér aftur út í stjórnmál, en annar Sjálfstæðismaður, Davíð Oddsson bauð sig fram til forseta og tapaði fyrir Guðna í júní 2016. Eyþór telur upp nokkrar ástæður fyrir því af hverju hann ætli í framboð. Hann segir á Facebook:

„Það er erfitt fyrir ungt fólk að eignast fyrstu íbúð í Reykjavík. Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði og dreifðari byggð á höfuðborgarsvæðinu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tilliti til útleigu til ferðamanna.“

Þá segir Eyþór að lestrarkunnáttu hafi hrakað og samgöngumál séu í ólestri. Þá sé stjórnkerfið dýrt í rekstri.

„Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa nú þegar búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar,“ segir Eyþór og bætir við á öðrum stað:

„Ég hef einlægan áhuga á að vinna fyrir fólkið sem býr í borginni við sundin. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef þú ert sammála því að við getum gert betur trúi ég að við getum átt samleið í að bæta borgina okkar allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda