fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Matur

Huggunarmatur ársins er fundinn: Ótrúleg pítsusúpa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 14:00

Vá, við fáum vatn í munninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestan hafs er oft talað um svokallaðan „comfort food“, eða huggunarmat. Er frasinn notaður yfir rétti sem á einhvern hátt geta látið manni líða betur á slæmum degi.

Ef þessi uppskrift hér að neðan er ekki huggunarmatur allra huggunarrétta þá vitum við ekki hvað í ósköpunum getur huggað okkur meira. Allar ábendingar vel þegnar!

Pítsusúpa

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
1 stór laukur, saxaður
2 rauðar eða grænar paprikur, grófsaxaðar
salt
225 g sveppir, skornir í sneiðar
3 hvítlauksgeirar, maukaðir í hvítlaukspressu
2 msk. tómatpúrra
1 bolli pepperoni, smátt skorið + óskorið pepperoni til að skreyta með
1 msk. ítölsk kryddblanda
1 msk. þurrkaðar chili flögur
800 g saxaðir tómatar
4 bollar kjúklingasoð
½ bolli rjómi
1 baguette-brauð, skorið í sirka 10 sentímetra langa bita
2 bollar rifinn ostur
fersk steinselja, söxuð

Þessi getur ekki klikkað.

Aðferð:

Hitið olíuna í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk og papriku út í og kryddið með salti. Steikið þar til grænmetið er farið að mýkjast, í um 3 mínútur. Bætið síðan sveppum út í og steikið þar til grænmetið hefur brúnast og safinn hefur gufað upp, eða í um 8 mínútur. Bætið hvítlauk og tómatpúrru saman við og eldið í um 1 mínútu. Bætið pepperoni sem búið er að skera út í og hrærið til að blanda öllu saman. Bætið ítalska kryddinu, chili flögum, tómötum og kjúklingasoði út í og náið upp suðu. Látið malla í 20 mínútur. Takið af hitanum og hrærið rjómanum saman við.

Setjið á grillstillingu á bakarofninum. Raðið brauði ofan á súpupottinn og drissið rifna ostinum yfir. Raðið pepperoni sem ekki er búið að skera ofan á ostinn og setjið súpupottinn varlega inn í ofninn þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með steinselju og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“