fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433

Theodór Elmar: Það er öllu tjaldað til hér í Kína

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að handboltaveislan í janúar hefjist en íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuþjóða þegar flautað verður til leiks á Evrópumótinu í Króatíu. Fyrsti leikur Íslands er gegn Svíþjóð þann 12. janúar. Svartsýnustu menn spá því að liðið falli úr leik beint í riðlinum en blikur eru þó á lofti um að liðið geti gert betur og komið sér upp úr riðlinum.

„Liðið hefur tekið framförum á milli ára, það er hins vegar ljóst að yngri menn eru að taka við og eldri menn eru að hverfa á braut. Það er ljóst að þetta bil sem við erum að brúa akkúrat núna hefur reynst okkur strembið og það mun halda áfram að vera strembið í 2–3 ár í viðbót. Upp úr 2021 mun þetta lið aftur fara að ná hámarks árangri, hugsanlega eftir þann tíma getur þetta lið aftur farið að vinna til verðlauna,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem er manna fróðastur þegar kemur að íslenskum handbolta. Guðjón hefur fylgst lengi með, í gegnum góða og slæma tíma.

Staðan á liðinu góð

Eftir að hafa misst af síðasta stórmóti er Aron Pálmarsson klár í slaginn en leikæfing hans gæti verið betri. „Staðan á liðinu er mjög góð, auðvitað er Aron Pálmarsson ekki í mikilli leikæfingu. Hann hefur verið seinn í að finna taktinn með Barcelona eftir að hafa ekki spilað handbolta í fimm mánuð. Hann er algjör lykilmaður, vörn og markvarsla verða að vera í hæsta gæðaflokki ef vel á að ganga í Króatíu. Breiddin í hópnum er þokkaleg en hún gæti verið betri, við gætum verið í vandræðum í vissum stöðum á vellinum. Þetta er verkefni sem þjálfarateymið þarf að leysa, vandamálið í handboltanum er að það gefst ekki neinn tími til æfinga fyrir stórmót. Þú hefur mjög stuttan tíma til undirbúnings og menn verða að vera á tánum með það.“

Verða að vinna Serbíu

Ísland lék í vikunni æfingarleik gegn Japan og vann sannfærandi sigur, ekki er þó unnt að meta ástand liðsins fyrr en eftir helgina en liðið leikur þá tvo leiki gegn Þýskalandi fyrir stóru stundina í Króatíu. „Þetta var fyrst og síðast æfingarleikur, ég var ánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleik, þeir keyrðu hraðupphlaupin vel. Andstæðingarnir í Króatíu verða miklu sterkari, við sjáum stöðuna á liðinu eftir leikina gegn Þýskalandi. Þá vitum við hvar liðið er. Leikurinn gegn Serbíu er sá sem þarf að vinnast í Króatíu ef liðið ætlar áfram, þeir mæta með laskað lið til leiks. Það vantar stór nöfn en þeir eru með sterkan leikmannahóp, það má ekki gleyma því að liðin frá Balkanskaga spila oftar en ekki vel þegar leikið er í þeirra löndum, þeir eru nánast á heimavelli.“

Staða Geirs í óvissu

Fram kom í vikunni að HSÍ vildi ekki ræða nýjan samning við Geir Sveinsson þjálfara fyrr en að móti loknu, margir setja spurningarmerki við slíkt. „Staðan hefur verið þannig í handboltanum að oftar en ekki hefur verið gengið frá samningi við þjálfara eftir stórmót. Mér finnst það afar undarlegt að akkúrat á þessum tímapunkti komi þetta út. Geir var spurður að þessu í útvarpsviðtali og hann svaraði, hann sagði satt og mér fannst það gott hjá honum. Mér hefur fundist síðustu ár HSÍ verið klaufalegt í nálgun þess þegar kemur að ráðningu þjálfara. Þetta er kannski vísbending um að þeir ætli að gera breytingar í þjálfaramálum en það má þó ekki lesa of mikið í þetta. Liðið er í uppbyggingu, frá 2006 til 2014 vorum við með lið í heimsklassa, það var vegna þess að við vorum með 7–8 leikmenn í heimsklassa. Þetta voru flestir leikmenn sem voru í fremstu röð í sinni stöðu. Í dag erum við með tvo í heimsklassa, það er munurinn. Við erum með unga leikmenn sem á næstu 3–4 árum geta komist í þennan alþjóðlega klassa sem þarf til að ná árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí
433Sport
Í gær

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Í gær

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina