fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Mynd dagsins: Framsókn færir kjörnum fulltrúum síðasta hálmstráið

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosningar, fór með íslensk strá í ráðhúsið í dag. Gjörningur Ingvars er væntanlega pólitísk ádeila á fjáraustur Reykjavíkurborgar í braggablúsnum, þar sem höfundarréttarvarinn innfluttur dúnmelur frá Danmörku kostaði 757 þúsund krónur, og þar af 400.000 sem fóru í gróðursetninguna.

Frá þessu segir Ingvar á Facebooksíðu sinni:

„Fór með íslensk strá í Ráðhúsið. Þau má nota í Nauthólsvík og einnig til að sópa út úr Ráðhúsinu.“

Framsókn náði ekki inn manni í síðustu kosningum, en lætur þó ekki sitt eftir liggja í gagnrýninni á braggablúsinn.

Ingvar bað um að kjörnir fulltrúar fengu stráin í sínar hendur:

„Ég týndi þetta nú bara hérna í Fossvoginum þar sem ég bý, þau kostuðu ekki neitt,“

sagði Ingvar við Eyjuna.

 

Ingvar sópar til á Suðvesturhorninu, þar sem bragginn er staðsettur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta