fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Leikdómur – „Bráðskemmtilegt verk um hugarangur nútímamannsins; samviskubitið sem er alla að drepa“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Þórisdóttir doktorsnemi í þýðingafræðum skrifar í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, leikdóm um Griðastað, sem frumsýnt var síðastliðinn laugardag í Tjarnarbíói.

Það er ávallt eftirtektarvert þegar nýir höfundar koma fram á sjónarsviðið. Matthías Tryggvi Haraldsson útskrifaðist af sviðslistabraut Listaháskólans í vor og var leikritið Griðastaður útskriftarverkefni hans.  Var það sýnt í Smiðjunni á Sölvhólsgötu, húsnæði LHÍ, í maí síðastliðnum. Allir deyja leikfélag setur verkið á svið og var það frumsýnt í Tjarnarbíói þann 6. október.

Leikritið er einleikur og fjallar um Lárus sem er starfsmaður hjá IKEA. Við fáum að fylgjast með honum setja sig í stellingar og undirbúa sig til að taka á móti nýjum hópi starfsmanna og setja þá ,,inn í málin“. IKEA hefur sérstakan sess í lífi Lárusar og í verkinu segir hann frá því hvernig IKEA hefur komið honum til bjargar á einn eða annan hátt.  Verkið fjallar um tilvistarkreppu; endalaust samviskubit gagnvart náttúrunni og fjölskyldunni, um lífið og dauðann og einsemd. Hlutir verslunarinnar, svo sem baðherbergi, sófar og kryddhillur, koma einnig hnyttilega við sögu.

Griðastaður er bráðskemmtilegt verk um hugarangur nútímamannsins; samviskubitið sem er alla að drepa. Matthías Tryggvi skrifar skemmtilegan texta á góðu máli. Það sem mætti kannski helst finna að verkinu er að stöku sinnum skortir á hnitmiðun í verkinu, sér í lagi þegar dregur að lokum þess. En það kemur þó ekki að sök í heildarmyndinni.

Jörundur Ragnarsson fer með hlutverk Lárusar. Leikur hans er áreynslulaus og nær Jörundur þessari hárfínu línu milli tragedíu og kómedíu.

Tónlist, eða eins konar hljóðmynd, Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur er ágeng en um leið látlaus, kannski eins konar undirmeðvitund. Leikmynd, ljós og búningar styðja mæta vel við texta og látbragð leikarans, sem og verkið í heild.

Það verður gaman að sjá hvað þessi ungi höfundur kemur með næst á fjalirnar.

Greinin birtist fyrst í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“