fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fókus

Svali unir sér vel á Tenerife – „Þetta er algjörlega geggjað”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað vorum við að pæla, er hugsun sem kom gjarnan upp fyrstu dagana. Maður lagðist á koddann og þá komu efasemdirnar fljúgandi í kollinn. Og ég sem er kvíðakall á sérlega auðvelt með að mála skrattann á vegginn. En svo sest allt og það fer að komast smá rútína á mannskapinn og um leið fer maður sjálfur að róast og átta sig á hvað þetta er geggjað,” segir útvarpsmaðurinn Svali Kaldalóns á bloggsíðu sinni.

Svali, sem síðast starfaði á K100, flutti til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni þann 30. desember síðastliðinn. Á bloggsíðunni skrifar hann um daglega lífið á Tenerife. Einnig má fylgjast með Svala á Snarpchat: svalik og Instagram: svalikaldalons.

„Hvað vorum við að pæla, er hugsun sem kom gjarnan upp fyrstu dagana. Maður lagðist á koddann og þá komu efasemdirnar fljúgandi í kollinn. Og ég sem er kvíðakall á sérlega auðvelt með að mála skrattann á vegginn. En svo sest allt og það fer að komast smá rútína á mannskapinn og um leið fer maður sjálfur að róast og átta sig á hvað þetta er geggjað.

Strákarnir búnir með tvær vikur í skólanum og líkar nokkuð vel. Finnst þetta skiljanlega erfitt en samt glaðir og kátir með þessa upplifun. Svo var foreldrafundur með skólastjóranum í síðustu viku og við boðuð á skrifstofu skólastjóra með túlk með okkur. Púfff ég varð nú bara dálítið stressaður við tilhugsunina að hitta skólastjórann og var svo sannarlega búinn að ímynda mér að þetta væri allt mjög flókið og erfitt fyrir þá/okkur. En svo kom á daginn að þær, skólastýrurnar eru konur og kennararnir flestir karlar, að þær voru voða ljúfar og brostu og allt. Það er nefnilega ekkert algengt viðmót hjá hinu opinbera. Skólinn hér er öðruvísi, mikið lært í skólanum, stuttar frímó, stutt hádegi og mikill heimalærdómur. Eðli málsins samkvæmt þá óx þetta okkur í augum. Því ef þú stendur þig ekki í 1-10. bekk máttu gjöra svo vel að taka bekkinn aftur á næsta ári. En raunin er sú að þeir fá tækifæri til að einbeita sér að spænskunni mest og fá bara metið í vor áhugann og auðvitað árangurinn með tilliti til þess að þeir kunna ekki spænsku. Þannig að þetta lítur bara vel út.

Við skiptum um íbúð næstu helgi, tökum formlega við henni á sunnudaginn og við getum hreinlega ekki beðið. Komast í hreiðurgerðina, fá net, geta horft á sjónvarp og gengið frá úr töskunum okkar. Við vissum svo sem fyrirfram að það væri ekki víst að fyrsta íbúðin væri mikið happ en lukkan var með okkur þegar við fundum íbúðina sem við förum í næst. Sú er í Los Cristianos í göngufæri frá skólanum og þar sem strákarnir fara í frísundir. Krúttlega blokkaríbúð með fínu plássi og auðvitað fínni sundlaug.

Ég er aðeins farinn að undirbúa vinnuna fyrir Víta, máta gönguferðir og farið í nokkra hjólatúra. Ég get eiginlega ekki beðið eftir að fá að vinna aðeins aftur, orðinn mánuður síðan ég vann síðast og ég viðurkenni að það tekur á að vera í fríi. En þetta fer allt að gerast, geri ráð fyrir að fyrsti hópur sem ég fer með í Masca verði eftir tvær vikur.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppendur Ungfrú Ísland Teen hittust á Finnson Bistro

Keppendur Ungfrú Ísland Teen hittust á Finnson Bistro
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekki hrifin af spurningu sem hún fékk um fyrrverandi

Ekki hrifin af spurningu sem hún fékk um fyrrverandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur, bara finndu það sem hjálpar þér”

„Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur, bara finndu það sem hjálpar þér”