fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Sprenging við lögreglustöð í Malmö – Tveir handteknir – „Árásinni var beint gegn lögreglunni“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 06:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öflug sprenging varð við lögreglustöð í Rosengård hverfinu í Malmö í Svíþjóð um klukkan 21 í gærkvöldi. Töluvert eignatjón varð. Tveir ungir menn voru handteknir í nótt, grunaðir um að standa á bak við sprengjutilræðið.

Sprengingin var mjög öflug og heyrðist víða um borgina. Lögreglan hefur ekki enn skýrt frá hvernig sprengja var sprengd en hún var sprengd á bílastæði lögreglustöðvarinnar. Fjöldi bíla skemmdist en fólk slapp ómeitt frá árásinni. Þeir handteknu eru um tvítugt. Rickard Lundqvist, lögreglustjóri í Malmö, segir að árásinni hafi verið beint gegn lögreglunni og starfi henar.

Þetta er þriðja sprengutilræðið við sænska lögreglustöð á skömmum tíma. Í október sprakk öflug sprengja við lögreglustöð í Helsingborg. Mikið eignatjón varð en enginn meiddist. Í desember var lögreglubíll sprengdur þar sem honum var lagt fyrir utan lögreglustöð í Malmö. 22 ára karlmaður var handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda