fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Fallist á framsal meints höfuðpaurs í Euromarketmálinu til Póllands

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. október 2018 05:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja skuli meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euromarketmáli til Póllands. Pólsk stjórnvöld kröfðust framsals á þeim grunni að þau séu að rannsaka aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og flutningi fíkniefna á milli landa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Haft er eftir Steinbergi Finnbogasyni, verjanda mannsins, að töluvert skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem voru sett fram í málinu. Litið hafi verið framhjá mannúðarsjónarmiðum en hér sé nánast eins og verið sé að framselja Íslendinga. Maðurinn hafi búið hér í rúmlega 10 ár og eigi konu og barn og sé með eiginn atvinnurekstur og tengist samfélaginu á ýmsan hátt.

Rannsókn lögreglunnar hér á landi á máli mannsins snýr að innflutningi fíkniefna og peningaþvætti en þetta hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda