fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433

Haukur Páll: Viðurkenni það að þetta var erfitt

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. september 2018 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, gat brosað í dag eftir 4-1 sigur á Keflavík í dag. Valur er Íslandsmeistari annað árið í röð.

Haukur viðurkennir það að leikurinn í dag hafi verið spes en Keflavík var löngu fallið fyrir lokaumferðina.

,,Þetta er alveg geggjað maður, eins og ég sagði einhvern tímann fyrir nokkrum árum þegar við urðum bikarmeistarar, þetta er ástæðan af hverju ég kom í Val,“ sagði Haukur.

,,Ég vildi berjast um titla, það tók smá tíma en biðin var þess virði þegar maður er kominn með þessa titla.“

,,Deildin er hörkugóð og það eru mörg góð lið. Þetta var mjótt á mununum, færri stig í ár og eins og ég segi deildin er sterk.“

,,Ég viðurkenni það að þetta var erfitt. Umtalið um það að við ættum bara að labba yfir þennan leik en þetta var bara hugarfar hjá okkur.“

,,Við vorum staðráðnir í því að klára þetta almennilega og sigla þessu heim. Smá tricky leikur en frábær frammistaða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga