fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Guðlaug Sif: „Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn. Ég var bara mjög veik á geði“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir greindist með alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir að hún átti drenginn sinn en hún hafði átt virkilega erfiða meðgöngu og var illa stödd andlega vegna áfengis og fíkniefnaneyslu barnsföðurs síns.

Hann var svo veikur vegna fíkniefna og áfengis að ég gat eiginlega ekkert hugsað um mína heilsu þar sem allar mínar áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar sem bestar fyrir hann. Ég var svo gríðarlega meðvirk og ég trúði því alltaf þegar hann sagðist ætla að verða edrú en svo fóru feluleikirnir af stað,

segir Guðlaug Sif í einlægri færslu á Amare.is

Eftir að Guðlaug átti strákinn sinn gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til þess að halda uppi grímu og var í mikilli afneitun gagnvart því að hún væri komin með fæðingarþunglyndi.

Þar sem ég fékk lítinn sem engan stuðning frá barnsföður mínum þá fannst mér ég vera svo ein. Ég ætlaði aldrei að verða einstæð mamma.

Guðlaug fékk tíma hjá geðlækni hjá FMB teyminu sem hjálpaði henni að vinna í tengslunum við son sinn.

Ég var samt aldrei að segja henni allan sannleikann, ég faldi mig svo mikið og skammaðist mín fyrir líðan mína og mína fyrri sögu. Ég var hrædd um að barnið yrði tekið af mér ef ég myndi viðurkenna að ég hefði verið í fíkniefnaneyslu alveg þangað til ég komst að því að ég væri ólétt.

Guðlaug laug að öllum í kringum sig og sagði að henni liði vel og að allt gengi frábærlega.

Ég var samt alveg að bugast með barn sem var með ungbarnakveisu og svaf eiginlega ekki neitt á nóttunni. Mér fannst ég ekki geta neitt, ég hafði litla sem enga þolinmæði gagnvart stráknum mínum og fannst hann eiga betra skilið. Ég sagði oft við móður mína að ég gæti þetta ekki.

Guðlaug hugsaði ekkert um sjálfa sig á þessum tíma og leið virkilega illa. Hún greindi þó engum frá vanlíðaninni og skammaðist sín mikið fyrir þær hugsanir sem fóru um huga hennar.

Ég var pirruð þegar hann grét og að ég fengi ekki að borða þegar ég vildi borða og sofa þegar ég vildi sofa. Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn.

Guðlaug segir að hún vildi óska þess að hún hefði opnað sig fyrr varðandi vanmátt sinn og hugsanir því þegar hún loksins gerði það komst hún að því að þetta væri fullkomlega eðlilegt fyrir konu sem er með fæðingarþunglyndi.

Margir munu líklega lesa þessa færslu og hugsa:

Til hvers varstu þá að eignast þetta barn ef þú vildir það svo ekki?

En það er ekki málið. Þetta er svo tabú í okkar samfélagi að mér blöskrar stundum, ég elska barnið mitt alveg jafn mikið og hver önnur móðir. Ég var bara mjög veik á geði og hugsaði illa um mig andlega og líkamlega.

Guðlaugu tókst að komast á bataveg en þó segist hún eiga langt í land, hún segist alltaf vera að læra eitthvað nýtt í uppeldi og tekur hún við öllum þeim ráðum sem henni berast.

Ég er góð mamma þrátt fyrir að ég segi sjálf frá, en ég er að læra það að það er ekki til hin fullkomna móðir, við erum allar mannlegar og gerum mistök. Ég er heppin með bakland og allt fólkið í kringum mig. Ég er stolt af sjálfri mér fyrir að leita mér hjálpar og að leyfa öðrum að hjálpa mér, það er ekki sjálfsagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra