fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Hann sló í gegn í America´s Got Talent – Handtekinn fyrir heimilisofbeldi degi eftir úrslit

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Ketterer tók þátt í þrettándu þáttaröð America´s Got Talent sem lauk fyrir stuttu,  og var flutningur hans svo tilfinningaríkur í einum þættinum að hinn eitilharði Simon Cowell beygði af.

Úrslitaþátturinn var 19. september síðastliðinn og lenti Ketterer í fimmta sæti. Daginn eftir var hann handtekinn í Hollywood eftir að hafa lent í rifrildi við eiginkonuna á hótelherbergi þeirra. Sáust áverkar á konunni.

Ketterer ber því við að allt hafi þetta verið „misskilningur“ og að eiginkona hans hafi ekki viljað leggja fram kæru. Hann var kærður fyrir heimilisofbeldi og þurfti að leggja fram tryggingu að fjárhæð 50 þúsund dollarar.

Simon Cowell tók ástfóstri við Ketterer í þáttunum og var búinn að mæla með því að söngvarinn Garth Brooks myndi taka Ketterer undir sinn verndarvæng og jafnvel vinna að tónlist í samstarfi við hann.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum