fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Justin Theroux opnar sig loksins um sambandsslitin við Jennifer Aniston – „Ég var hryggbrotinn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. september 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu í febrúar síðastliðnum að þau væru skilin að skiptum. Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu þau að ákvörðunin um skilnað væri „sameiginleg og hefði verið tekin í lok árs 2017.“

Theroux hefur hingað til ekki viljað tjá sig opinberlega um sambandsslitin, en í viðtali við New York Times, segir hann að þau séu ennþá vinir og séu að reyna að finna vináttu þeirra farveg.

„Góðu fréttirnar eru að þetta voru góð sambandsslit, það var enginn fjandskapur á milli okkar.“ Þrátt fyrir að skilnaður þeirra hafi farið fram í sviðsljósi fjölmiðla og aðdáenda, þá virðist Theroux bera mikla virðingu fyrir sinni fyrrverandi.

Theroux sem lék síðast í Netflixþáttunum Maniac, reynir að lifa eins venjulegu lífi og hægt er. „Hvorugt okkar er látið, hvorugt okkar vill hefna sín á hinu. Við bárum næga virðingu fyrir hvort öðru til að gera þetta eins vel og hægt er.“

Í viðtali við InStyle í ágúst 2018 ræddi Jennifer sögusagnir um að henni héldist ekki á manni og að hún vildi ekki eignast barn af því að hún væri sjálfselsk og hugsaði bara um starfsferil sinn. „Eða að ég sé sár og hryggbrotin. Í fyrsta lagi, þá er ég ekki hryggbrotin.“

Theroux speglar þó ekki viðhorf hennar, „ég er ekki hryggbrotinn, en þetta var erfitt.“

„Erfitt vegna þess að vinátta okkar mun aldrei verða sú sama. En hún er að breytast og þróast, þannig að það er eitthvað sem við getum verið ánægð með.“

Parið byrjaði að deita 2011, eftir að hafa leikið saman í kvikmyndinni Wanderlust. Þau trúlofuðu sig 2012 og giftu sig 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda