fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Nýtt húsnæði Hafró í Hafnarfirði sagt vera „skipulagsslys“- Lágreistu húsin eru 22 metrar á hæð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. september 2018 19:10

Byggingin - séð frá Strandgötu (langi endinn sem snýr að Norðurbakkanum er í hvarfi)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefsíðunni sudurbakki.is er mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum á háhýsum við hafnarkant Flensborgarhafnar, en Hafrannsóknarstofnun hyggst flytja höfuðstöðvar sínar þangað á næsta ári. Samkvæmt meginmarkmiðum í skipulagslýsingu fyrir svæðið, er talað um „lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð.“ Samkvæmt skipulagslýsingu verða byggingarnar 22 metra háar.

Á sudurbakki.is segir:

„Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt byggingu 5 hæða háhýsa á hafnarkanti Flensborgarhafnar. Húsin geta orðið 22 metra og munu byrgja útsýni – hafflötinn, kvöldsólina, Álftanes, Garðaholt, og Snæfellsjökul. Öll lengjan getur orðið 185 metrar – einhverjar mest áberandi byggingar í Hafnarfirði. Koma Hafrannsóknarstofnunar til Hafnarfjarðar er gleðileg – en hæð og magn er langt umfram húsnæðisþörf Hafró. Háhýsin munu hafa fordæmisgildi fyrir framtíðarskipulag svæðisins – því er brýnt að koma í veg fyrir þetta skipulagsslys. Samráð við íbúa er svikið því horft er fram hjá skipulagslýsingu frá 2016 þar sem talað var um:
– Lágreistar byggingar sem falli vel að aðliggjandi byggð
– Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð.
– Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð.“

Á síðunni er greint frá því hvernig hægt sé að skila inn andmælum, en frestur til þess rennur út 8. október.

 

Að neðan má sjá útfærslur af framkvæmdunum:

Ein útfærslan í hugmyndasamkeppni sem haldin var um svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta