fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

BSRB fordæmir bónusgreiðslur: Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. september 2018 13:48

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Formannaráð BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og launakjör þeirra sem eru í engu samræmi við raunveruleika íslensk launafólks.“ Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi ráðsins nú rétt fyrir hádegi.

Ráðið skorar á bæði fulltrúa launafólks og fulltrúa atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að beita sér af fullum þunga gegn þessari óheillaþróun:

„Ráðið telur það ekki hlutverk lífeyrissjóða landsmanna að fjárfesta í fyrirtækjum sem sýna af sér algert siðleysi með því að greiða stjórnendum ofurlaun eða bónusa sem ekki eru boðnir almennum starfsmönnum fyrirtækjanna,“

segir í ályktuninni.

„Formannaráð BSRB fordæmir bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og launakjör sem eru í engu samræmi við raunveruleika íslensks launafólks. Eftir að tekið var á bónusgreiðslum og ofurlaunum í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 virðist nú allt vera að færast í sama farið þar sem fyrirtæki umbuna stjórnendum með kjörum sem ofbjóða launafólki. Formannaráðið skorar á fulltrúa samtaka launafólks og samtaka atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að beita sér af fullum þunga gegn þessari þróun. Lífeyrissjóðir landsmanna eiga ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem sýna af sér algert siðleysi með því að greiða stjórnendum sínum ofurlaun eða bónusgreiðslur sem almennir starfsmenn sömu fyrirtækja njóta ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta