fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Camilla Rut opnar sig í forsíðuviðtali – „Meðgangan og fæðingin var hryllingur“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Camilla Rut er í forsíðuviðtali Vikunnar sem kom út í dag.
 
Í viðtalinu ræðir hún af einlægni og hispursleysi um uppeldið í Krossinum, óvænta athygli, taugaáfall sem hún fékk í kjölfar brúðkaups síns og söngferilinn.
 Camilla Rut er einnig virk á samfélagsmiðlum og með fjölda fylgjenda sem hún sýnir daglegt líf sitt, bæði góðar og slæmar hliðar.
 
„Svo á ég líka allskonar drauma sem ég er að vinna í að uppfylla og verkefni sem ég er að hrinda í framkvæmd, lífið kemur ekki til mín á silfurfati svo ég ætla að leggja hart að mér til þess að koma mér þangað sem ég vil fara,“ segir Camilla.
Brot af viðtalinu má lesa á Mannlíf.is, en viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Camilla og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa verið saman í rúm tíu ár en hún var aðeins fjórtán ára þegar þau kynntust. Í viðtalinu segir Camilla að á þeim tíu árum hafi þau gengið í gegnum margt saman, en þau hafi verið óaðskiljanleg frá byrjun. „Við byrjuðum samband okkar mjög rólega, þar sem ég var svo ung. Rabbi er fimm árum eldri en ég og bar fullkomna virðingu fyrir því að ég væri að stíga mín fyrstu skref í þessu öllu saman.“
Parið trúlofaði sig fyrir fjórum árum, þá var Camilla orðin ófrísk, en þau komumst að því viku eftir trúlofunina. Sonurinn, Gabríel, kom svo í heiminn fyrir rúmum þremur árum. Camilla segir að eins klisjukennt og það hljómi, hafi sonurinn komið inn í líf þeirra á hárréttum tíma og breytt öllu til hins betra.
„Meðgangan og fæðingin var hryllingur en þetta litla barn hefur verið draumur síðan við fengum hann í hendurnar. Ég fékk rosalegt fæðingarþunglyndi og átti mjög erfitt fyrstu mánuðina. Í orlofinu hafði ég gaman af því að fylgjast með öðrum á samfélagsmiðlum og fljótlega kviknaði sú hugmynd að kannski hefði fólk áhuga á því sem ég hefði að segja. Ég opnaði aðganginn minn og var ekki með neitt sérstakt markmið. Ég einblíndi ekki á neitt afmarkað málefni, heldur var ég bara að spjalla um lífið og tilveruna. Meðal þess sem ég ræddi opinskátt var fæðingarþunglyndið.“
Segir Camilla að markmiðið hafi verið að peppa hana sjálfa, frekar en aðra, en hún hafi fljótt fundið hvatann til að laga eigið hugarfar. Fylgjendatalan jókst með hverjum degi. 
„Að mörgu leyti var ég heppin, varðandi tímasetningu og annað en á þessum tíma var ekki mikið um það að fólk væri að opna sig og segja frá persónulegri lífsreynslu fyrir framan ókunnugt fólk á Snapchat.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli