fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Eddie Murphy verður fúll á móti

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikarinn Eddie Murphy hefur verið ráðinn til þess að leika í endurgerð á kvikmyndinni Grumpy Old Men. Margir hverjir kannast við upprunalegu myndina frá 1993 þar sem þeir Jack Lemmon og Walter Matthau sýndu sínar betri hliðar. Myndin sló rakleiðis í gegn og voru félagarnir samankomnir aftur í framhaldsmynd tveimur árum síðar.

Myndin segir frá tveimur nágrönnum sem hafa eldað grátt silfur í marga áratugi. Á hverjum degi úthúða þeir hvor öðrum og reyna að gera óvininum einhverja skráveifuna, hvort sem er við heimavöll eða víðar. Ekki lagast ástandið þegar fögur ekkja (leikin af Ann-Margret í upprunalegu myndinni) flytur í hverfið. Þá berast þeir næstum á banaspjót við að vinna hylli konunnar og kemur í ljós að rosknu fjendurnir eru aldeilis ekki dauðir úr öllum æðum.

Eddie Murphy hefur verið fjarverandi í grínhlutverkum síðustu árin, eða réttar sagt síðan 2011 þegar gamanmyndin Tower Heist kom út. Líklegt þykir að Murphy verði einn framleiðandi þessarar endurgerðar og spreyti sig í hlutverki nágrannans sem Jack Lemmon lék á sínum tíma.

Leikstjórinn Tim Story (Fantastic Four, Ride Along) mun sitja við stjórnvölinn þó ekki sé enn vitað hver mun fara með hlutverk erkióvinarins í næsta húsi. Fréttavefurinn Deadline greinir hins vegar frá því að leikstjórinn sé að öllum líkindum í samningaviðræðum við Samuel L. Jackson til þess að fullkomna tvíeykið, en þeir unnu nýlega saman við framhald á spennumyndinni Shaft frá árinu 2000. Sú mynd er væntanleg á næsta ári.

Þess má geta að þeir Murphy og Jackson léku stutt saman í gamanmyndinni Coming to America.

Þeirra brot má sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“