fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. september 2018 08:37

Andri Már var aðaleigandi Primera Air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Primera Air hefur verið stefnt fyrir vinnurétt í Danmörku vegna meintra brota á danskri vinnulöggjöf. Hin meintu brot eru sögð felast í að hafa mannað flugvélar félagsins með flugmönnum sem voru á samningi hjá vinnumiðlum á Guernsey.

Það er Michael Ingvardsen, fyrrum flugmaður hjá Primera Air Scandinavia, sem hefur stefnt félaginu og krefst hálfrar milljónar danskra króna í bætur. Hann starfaði hjá félaginu í tvö ár í fullu starfi. Stéttarfélagið FPU stendur að baki honum í málarekstrinum. Málflutningur hans gengur út á að Primera Air hafi brotið danska kjarasamninga með því að ráða vinnuafl í gegnum ráðningarskrifstofu á Guernsey.

Í samtali við Danska ríkisútvarpið sagði Ingvardsen að hann vonist til að með þessum málarekstri verði hægt að binda enda félagsleg undirboð í fluggeiranum. Hann sagðist vera leiður yfir að hafa samþykkt þessi kjör sjálfur í upphafi.

FPU og Ingvardsen sendu kröfu til Primera Air þar sem krafist var greiðslu vegna of lágra launa, skorts á lífeyrissjóðsgreiðslu, orlofsfés og launa í veikindum á tveggja ára tímabili frá maí 2015 til maí 2017. Ingvardsen var þá á samningi hjá Flight Crew Solutions á Guernsey. Krafan er byggð á þeim launum sem hann hefði fengið ef hann hefði verið ráðinn samkvæmt dönskum kjarasamningi.

FPU segir að um helmingur flugmanna Primera Air í Danmörku sé ráðinn í gegnum starfsmannaleigur á lakari kjörum en kveðið er á um í dönskum kjarasamningum. Ef Ingvardsen vinnur málið reiknar FPU með að álíka kröfur fleiri flugmanna geti kostað Primera Air rúmlega 30 milljónir danskra króna.

Primera Air vísar öllum kröfum Ingvardsen á bug en hefur ekki viljað tjá sig um málið opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna