fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Gyða Valtýsdóttir sendir frá sér annað lag af væntanlegri plötu, Evolution

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gyða Valtýsdóttir hefur nú tilkynnt um nýtt verkefni og plötu: GYDA – Evolution. Platan er fyrsta plata Gyðu sem inniheldur hennar eigin lagasmíðar, en síðasta plata hennar, Epicycle, innihélt eldri tónsmíðar tónskálda á borð við Messiaen og Schubert í nýjum búning. Gyða hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins fyrir Epicycle. 

Nú hefur vefsíðan self-titled magazine frumflutt nýtt lag af plötunni, Í Annarri Vídd. Lagið er eina lag plötunnar sem er á íslensku og er jafnframt lagið sem mótaði plötuna. Lesa má meira um einkar áhugaverða sögu lagsins hér.

Evolution kemur út 12. október á vegum figureight og kveður þar við nýjan tón. Á plötunni blandast saman hið klassíska, hið tilraunakenda og hið poppaða svo úr verður kokteill sem aðeins Gyða gæti blandað. Platan var tekin upp á 10 dögum í Los Angeles og New York og auk Gyðu var það Alex Somers sem pródúseraði. Aðrir sem komu að gerð plötunnar voru Úlfur Hansson, Albert Finnbogason, Shahzad Ismaily, Aaron Roche og Julian Sartorius.

Fyrir stuttu kom út fyrsta tóndæmi af plötunni, lagið Moonchild og myndband við.

Nú er hægt er að forpanta plötuna á vinyl og sem niðurhal, en þá fylgja lögin Moonchild og Í Annarri Vídd með samstundis og platan verður send til kaupanda á útgáfudegi.

Fylgjast má með Gyðu á Facebooksíðu hennar og heimasíðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið